Kalabría

(Endurbeint frá Calabria)

Kalabría (ítalska: Calabria, áður Brutium) er hérað á Suður-Ítalíu sem myndar „tána á stígvélinu“. Höfuðstaður héraðsins er Catanzaro. Héraðið markast af Tyrrenahafi í vestri, Jónahafi í austri og Tarantóflóa í norðaustri. Í suðvestri skilur Messínasund milli Kalabríu og Sikileyjar þar sem minnsta vegalengd milli lands og eyjar er aðeins 3,2 km. Íbúafjöldi er um tvær milljónir.

Kort sem sýnir Kalabríu.

Sýslur (province)

breyta
 
skjaldarmerki Kalabríu, með furutré, "dórískt súluhöfuð", bísantískan kross til vinstri og viðbættan kross til hægri