Burn Notice (2. þáttaröð)

Önnur þáttaröðin af Burn Notice var frumsýnd 10. júní 2008 og sýndir voru sextán þættir.

Aðalleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Breaking and Entering Matt Nix Paul Holahan 10.07.2008 1 - 13
Michael er enn staddur í flutningabílnum þegar skothríð hefst fyrir utan og hin dularfulla Carla biður hann um að aðstoða mann að nafni Jimmy. Eiga þeir að stela gögnum frá öryggisfyrirtæki.
Turn and Burn Alfredo Barrios, Jr. John Kretchmer 17.07.2008 2 - 14
Michael hittir Cörlu í fyrsta sinn. Hún biður hann að búa til afrit af aðgangskorti. Michael aðstoðar þjónustustúlkuna Sophiu sem á í vandræðum með Raul en hann er heltekinn af henni. Vandamálið er að Raul er meðlimur eiturlyfjasamtaka.
Trust Me Craig O´Neill og Jason Tracey Paul Holahan 24.07.2008 3 - 15
Michael aðstoðar son vinkonu móður sinnar sem missti peningana sína í næturklúbbasvindli. Á sama tíma reynir Michael að vingast við pakistanskan njósnara til að fá bakgrunns upplýsingar um Cörlu.
Comrades Matt Nix og Jason Ning John Kretchmer 31.07.2008 4 - 16
Nate bróðir Michaels kemur í bæinn og biður bróður sinn að aðstoða samstarfskonu hans Katyu. Svo virðist sem rússneska mafían hafi lofað henni að koma systur hennar til Bandaríkjanna en halda henni nú sem gísl fyrir pening. Á sama tíma reynir Sam að vingast við Harvey Gunderson, stjórnmálamann með sambönd, sem getur gefið honum upplýsingar um Cörlu.
Scatter Point Ben Watkins Ron Hardy 07.08.2008 5 - 17
Michael aðstoðar fyrrverandi fangann Trevor, sem er neyddur til þess að taka þátt í skartgriparáni. Á sama tíma reynir Michael að finna leið til þess að brjótast inn í skrifstofu Cörlu.
Bad Blood Matt Nix og Rashad Raisani Bronwen Hughes 14.08.2008 6 – 18
Michael aðstoðar gamlan fjölskylduvin Ricky. Ricky hefur verið sakaður um að stela peningum frá yfirmanni sínum Valentine. Á sama tíma þarf Michael að vinna með Victor Stecker-Epps, fullrúa Cörlu, í þeim tilgangi að stela leyniskytturiffli.
Rough Seas Alfredo Barrios, Jr. og Michael Horowitz Jeremiah Chechik 21.08.2008 7 - 19
Michael aðstoðar Virgil við það að finna stolin lyf. Á sama tíma reynir hann og Fiona að finna upplýsingar um leyniskytturiffilinn.
Double Booked Craig O´Neill og Jason Tracey Tim Matheson 11.09.2008 8 - 20
Gamli leiðbeinandi Michaels, Larry Sizemore kemur og býður honum starf, sem fellst í því að drepa eiginkonu milljónarmærings. Á sama tíma reyna Michael og Sam að finna leyniskyttuna sem á að nota riffilinn.
Good Soldier Alfredo Barrios, Jr. Jeff Freilich 18.09.2008 9 - 21
Fiona og nýi kærasti hennar biðja Michael um að aðstoða einkalífvörð sem verið er að kúga. Á lífvörðurinn að aðstoða með að ræna dóttur olíubaróns. Í lok þáttarins kemst Michael að því að leyniskyttan var drepin og þegar hann opnar hurðina á heimili sínu þá springur hún um leið og Michael stekkur fram af stiganum.
Do No Harm Matt Nix Matt Nix 22.01.2009 10 - 22
Eftir að hafa rétt lifað af manndrápstilraunina þá rekst Michael á Kenny sem ætlar að drepa sig en Michael nær að bjarga honum. Michael kemst að því að sonur Kennys er með banvænan sjúkdóm en svikahrappur hafði svindlað á Kenny, sem missti allan sparnaðinn sinn. Á sama tíma þá biður Carla hann um að finna fólkið sem reyndi að drepa hann.
Hot Spot Ben Watkins Stephen Surjik 29.01.2009 11 - 23
Michael aðstoðar leikmann ruðningsboltaliðs sem á í vandræðum með gengi bílaþjófa sem vilja hann dauðann. Á sama tíma ýtir Carla á hann til að finna sprengjumanninn, sem Fiona finnur en lendir í vandræðum þegar hús hans springur upp með henni í.
Seek and Destroy Rashad Raisani Scott Peters 05.02.2009 12 - 24
Michael aðstoðar listaverkasala sem á í vandræðum með hakkara. Á sama tíma heldur Michael áfram að leita að sprengjumanninum sem hann gerir á endanum og fær hjá honum bankaupplýsingar um banka á Caymaneyjunum.
Bad Breaks Michael Horowitz John Kretchmer 12.02.2009 13 - 25
Michael og alríkisfulltrúinn Jason Bly lenda í miðju bankaráni og verða þeir að vinna saman til að komast út úr því.
Truth & Reconciliation Alfredo Barrios, Jr. Ernest R. Dickerson 19.02.2009 14 - 26
Michael aðstoðar Claude Laurent, fjölskyldufaðir frá Haítí sem vill láta ræna Jean-Pierre Dunman sem drap dóttur Claude. Á sama tíma þá hittir Michael loksins bankamanninn Gustavo frá bankanum á Caymaneyjunum.
Sins of Omission Craig O´Neill og Jason Tracey Dennie Gordon 26.02.2009 15 - 27
Michael aðstoðar fyrrverandi kærustu sína Samönthu en syni hennar var rænt af svartamarkaðskaupmanninum Tyler Brennen. Á sama tíma reynir Michael að hitta Victor en svo virðist sem hann var á bakvið sprengjutilræðið sem endar með því að hann rænir Victor til að fá upplýsingar um Cörlu.
Lesser Evil Matt Nix Tim Matheson 05.03.2009 16 - 28
Michael og Victor vinna saman í þeim tilgangi að berjast við Cörlu. Þátturinn endar á því að Michael fer um borð í þyrlu og hittir yfirstjórnina sem bjóða honum vinnu en í staðinn þá stekkur hann út úr þyrlunni og ofan í sjóinn.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta