Hákon Rafn Valdimarsson

Hákon Rafn Valdimarsson (f. 13 október 2001) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar sem markvörður fyrir Brentford FC og íslenska landsliðið.

Hákon Rafn Valdimarsson
Upplýsingar
Fullt nafn Hákon Rafn Valdimarsson
Fæðingardagur 12. október 2001 (2001-10-12) (22 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 193 cm
Leikstaða Markmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Brentford
Yngriflokkaferill
KR, Grótta
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2017-2021 Grótta 65 (0)
2021-2024 IF Elfsborg 48 (0)
2024- Brentford FC (0) (0)
Landsliðsferill2
2018
2019
2019-2021
2022-
Ísland U-18
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
1 (0)
1 (0)
8 (0)
11 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júní. 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
júní 2024.

Hákon hóf íþróttaferilinn í handbolta fyrir KR sem útileikmaður og hélt svo í knattspyrnu þegar það vantaði markmann í U-19 liðið. Svo hélt hann til Gróttu þar sem hann spilaði fyrst sem útileikmaður 2015-2017. Árið 2019 spilaði Hákon alla leikina þegar Grótta komst í efstu deild og varð meistari í 1. deild.

2021 fór Hákon til IF Elfsborg í Svíþjóð. Hann varð markmaður tímabilsins í sænsku deildinni 2023 þegar hann fékk aðeins 22 mörk á sig í 29 leikjum og hélt hreinu 14 sinnum.