Brandenborgarhliðið í Potsdam

Brandenborgarhliðið í þýsku borginni Potsdam er ekki gamalt borgarhlið, heldur sigurbogi til minningar um hertöku héraðsins Slésíu í lok 7 ára stríðsins. Ekki má rugla þessu hliðið saman við Brandenborgarhliðið í Berlín.

Brandenborgarhliðið í Potsdam

Um hliðið

breyta

Það var Friðrik mikli Prússakonungur sem lét reisa hliðið 1770 til minningar um hertöku héraðsins Slésíu (nú í Póllandi) í 7 ára stríðinu. Hlið þetta er því 18 árum eldra en samnefnt hlið í Berlín. Hliðið var reist við enda á götu sem hét og heitir Brandenburger Strasse, sem lá til borgarinnar Brandenburg an der Havel og því fékk hliðið þetta heiti. Fyrir vikið varð lítið borgarhlið að víkja sem áður var hluti af gömlu borgarmúrunum og þjónaði sem nokkurs konar tollhlið. Fyrirmynd Brandenborgarhliðsins var Konstantínboginn í Róm, sem einnig er sigurbogi. Einkennandi fyrir hliðið eru mismunandi hliðar (framhlið og afturhlið). Að framan eru hliðið miklu íburðarmeira. Þar eru átta grískar súlur, mýmargar styttur á þakinu sem snúa í þá áttina og ártalið MDCCLXX (1770). Bakhliðin er miklu einfaldari og er súlnalaus. Hliðið var upphaflega aðeins með eitt gat fyrir miðju þar sem umferðin (hestvagnar) fór í gegn. Árið 1843 lét Friðrik Vilhjálmur IV. konungur búa til tvö minni göt fyrir gangandi vegfarendur.

Heimildir

breyta