Þrakverjar

(Endurbeint frá Brakverjar)

Þrakverjar eða Þrakíubúar voru indó-evrópskur mannhópur sem byggðu stóran hluta Suðaustur-Evrópu til forna. Sögulega héraðið Þrakía dregur nafn sitt af þeim. Þrakverjar héldu að mestu til á þeim svæðum Suðaustur-Evrópu sem nú þekkjast sem Búlgaría, Rúmenía og Norður-Grikkland, en einnig hafa fundist ummerki um viðveru þeirra á Anatólíuskaganum.[1]

Bronshöfuð þrakverska konungsins Súþesar 3., fannst í grafhýsi hans nærri Kasanlak í Búlgaríu árið 2004

Uppruni Þrakverja er óþekktur. Talið er að menning Geta og Dakíu hafi þróast út frá frummenningu Þrakverja. Rit Xenófanesar frá 6. öld fyrir Krist lýsa Þrakverjum sem „bláeygum og rauðhærðum“.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Modi, Alessandra; Nesheva, Desislava; Sarno, Stefania; Vai, Stefania; Karachanak-Yankova, Sena; Luiselli, Donata; Pilli, Elena; Lari, Martina; Vergata, Chiara; Yordanov, Yordan; Dimitrova, Diana; Kalcev, Petar; Staneva, Rada; Antonova, Olga; Hadjidekova, Savina; Galabov, Angel; Toncheva, Draga; Caramelli, David. „Ancient human mitochondrial genomes from Bronze Age Bulgaria...“. NIH (National Center for Biotechnology Information).
  2. Stanford Encyclopedia of Philosophy. „Xenophanes“.