Bjargarstígur
Bjargarstígur er gata í Þingholtunum í Reykjavík á milli Óðinsgötu og Grundarstígs. Bjargarstígur tekur við af Freyjugötu og nær að Skálholtsstíg.
Bjargarstígur er með eldri götum í Reykjavík. Gatan kemur fyrst fyrir í manntali 1903. Heiti götunnar er ýmist talið frá Sigurbjörgu Sigurðardóttur sem bjó á Bergstaðastræti 22 eða að gatan hafi upprunalega heitið Bjarga-stígur og þá vísað til þess að það var grjótnám í neðanverðu Skólavörðuholti. Hús Sigurbjargar er steinbær sem stendur á horninu á Bjargarstíg og Bergstaðastræti.
Hús við Bjargarstíg
breyta- Bjargarstígur 3 er tvílyft bárujárnsklætt timburhús sem byggt var árið 1898 og var fyrsti eigandi þess Magnús Guðmundsson skósmiður.
- Bjargarstígur 5 er einfalt sveitserhús sem byggt var 1912.
- Bjargarstígur 7 er steinsteypt tvílyft hús sem byggt var 1922. Fyrsti eigandi þess var Jón Magnússonbeykir.
- Bjargarstígur 15 er timburhús byggt af Guðrúnu Þorsteinsson Heilmann og Jóni Þorsteinssyni kaupmanni. Sölubúð var í húsinu þegar það var fyrst virt en engin verslun er þar árið 1917. Verslun var hins vegar í kjallara hússins á árunum 1942 til 1957.
- Bjargarstígur 17 eða Heilmannsbær er steinbær byggður á árunum 1879 til 1885. Fyrsti eigandi þess var Jóhann V. Heilmann.