Bjúgormar
Bjúgormar (fræðiheiti: Priapulida) eru ætt orma. Eingöngu hafa fundist 16 tegundir í heiminum. Þeir eru 0,5 cm til 20 cm að stærð. Stærri bjúgormar eru mest á kaldari svæðum bæði á norður- og suðurhveli jarðar[1] frá 6 m niður á 7500 m dýpi.[2] Smærri ormarnir í bálknum halda sig á heitari svæðum. Þeir bora sig í drullu og sand á sjávarbotninum, sem næg fæða er sem þeir geta nært sig á.[1] Allar þekktar tegundir bjúgorma eiga heima í sjó og eru botnlægar tegundir sem þýðir að þær búi á botninum.[2] Ormarnir geta búið á svæðum þar sem er lítil selta alveg niður í 6‰ í Eystrasalti og á svæðum þar sem lítið súrefnismagn er í sjó niður í 2 mL/L.[3]
Bjúgormar | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Ættir | ||||||||
Helsta fæða bjúgorma eru hægfara lífverur sem eru á sama búsvæði og bjúgormarnir, oft smærri ormar eins og burstormar (fræðiheiti: Polychatete).[4] Bjúgormar finnast víða við Ísland og eru algengir á leir og sandbotni.
Lýsing
breytaÁ fremri hluta búksins er útsetjanlegur munnur og getur ormurinn einnig notað þennan hluta til að ýta sér áfram og bora sig ofan í leðjuna eða sandinn. Um öndun er lítið vitað en ætla má að fálmararnir sem standa aftur úr séu notaðir til þess. Þessir fálmarar hafa mikið yfirborð. Búkurinn er umlukinn hrjúfu smáu hreistri og undir því eru þykir vöðvar sem umlykja líkamsholið. Munnholið nær svo inn í þetta vöðvahol. En í því eru næringarefni úr fæðunni tekin upp og að lokum fer fæðan út um endaþarminn. Bjúgormar hafa enga blóðrás eða neitt hringrásarkerfi að nokkrum toga. Taugakerfið er einfalt, taugaenda hringur við munnopið og svo er taug sem nær aftur í endann á orminum þar sem endaþarmurinn er.
Fjölgun
breytaBjúgormar eru af tveimur kynjum: karldýr og kvendýr. Kynfæri þeirra eru nálægt endaþarmsopi og opnast á annarri hlið dýrsins. Frjóvgun á sér stað þegar að sáðfrumur karldýrsins frjóvga egg kvendýrsins útvortis hjá flestum tegundum í fylkingunni. Hrygningartímabilið er talið vera í desember til janúar í Eystrasalti, þó hefur tekist að rækta ormana á rannsóknarstofu frá október til apríl, þá hafa rannsóknir á ormum sem komnir eru að hrygningu að karldýrið sleppir sæðinu fyrst og svo hrygndu kvendýrin eggjum á eftir. Dýrin gerðu þetta aðeins þegar komið var rökkur eða nótt. Eggin klekjast eftir um það bil 100 daggráður eða eftir tíu daga við 10 °C. Þá klekjast lirfurnar og það tekur þær sjö mánuði að verða að ormi.[3]
Flokkun
breytaUncertain relationship
- "Class" Palaeoscolecida
Stem-group Priapulida
- Class †Archaeopriapulida
- Genus †Ancalagon
- Genus †Anningvermis
- Genus †Corynetis
- Genus †Ottoia
- and more...
Phylum Priapulida
- Class Priapulimorpha
- Order Priapulimorphida
- Family Priapulidae
- Genus Acanthopriapulus
- Genus Priapulopsis
- Genus Priapulus
- Family Tubiluchidae
- Genus Meiopriapulus
- Genus Tubiluchus
- Family Priapulidae
- Order Priapulimorphida
- Class Halicryptomorpha
- Order Halicryptomorphida
- Family Halicryptidae
- Genus Halicryptus
- Family Halicryptidae
- Order Halicryptomorphida
- Class Seticoronaria
- Order Seticoronarida
- Family Maccabeidae
- Genus Maccabeus
- Family Maccabeidae
- Order Seticoronarida
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „priapulid -- Encyclopedia - Britannica Online Encyclopedia“. Sótt 7. nóvember 2011.
- ↑ 2,0 2,1 Frank Emil Moen, E. S. (2004). Marine Fish & Invertebrates. Aquapress.
- ↑ 3,0 3,1 Wennberg, S. (2008). Aspects of Priapulid Development. Háskólinn í Uppsölum.
- ↑ Robert D. Barnes (1987). Invertebrate Zoology, Fifth Edition. Saunders College Publishing.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Priapulida“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. nóvember 2011.