Björn Ingimarsson (fæddur 30. desember 1954) er bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði.

Björn varð stúdent frá MA árið 1976 og útskifaðist úr þjóðhagfræði frá háskólanum í Gautaborg 1984. Hann var sveitarstjóri Þórshafnarhrepps 2001 – 2006 og Langanesbyggðar 2006 – 2009. Björn var sjálfstætt starfandi við rekstrar- og stjórnunarráðgjöf 2009 – 2010 og var ráðinn bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í júlí 2010. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, stofnana og nefnda á vegum sveitarfélaga og var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2009 – 2010.

Björn er kvæntur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur förðunarfræðingi og saman eiga þau tvö börn.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.