Bjór (byggingarlist)

Bjór,[1] gaflbrík[1] eða gaflhlað[1] er orð úr byggingarlist sem vísar til skreytts vatnsbrettis — oft þríhyrningslaga — yfir dyrum (og nefnist þá dyrabjór)[1] eða gluggum (og nefnist þá gluggabjór).[1] Sumstaðar er bjórnum lýst þannig: þríhyrnt stykki, einkum efsti hluti stafnbils í húsi; sniðrefting á (torf)húsgafli.

Bjórar á íslenskum torfbæ
Fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Bjór“, sjá aðgreniningarsíðu.

Stundum notað í sömu merkingu og ‚gaflhlað‘ og ‚gaflflöt‘ í forngrískri byggingarlist.[1]

Vísar til þríhyrningslaga efri hluta í íslenska torfbænum.[1]

Úr ýmsum bókum

breyta

Bjór hefur þó nokkuð breytilega merkingu eftir tímabilum og staðfræði:

  • Bjór merkir „tjald á gafli eða stafnvegg húss“. Sú er merking þess í Sturlungu.
  • Á Vestjörðum, einkum í Arnarfirði sumstaðar, eru endarnir á baðstofum kallaðir bjórar.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Orðið „bjór“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „bjór“, „gaflbrík“, „gaflhlað“enska: pediment