Big Boss er tölvuleikjapersóna úr Metal Gear-seríunum. Í Metal Gear var hann yfirmaður sérsveitarinnar FOXHOUND, og sendi hann Solid Snake til þess að fara í Outer Heaven og eyðileggja Metal Gear. En þegar Snake lauk verkefninu komst hann að því að Big Boss stóð á bak við þetta og sigraði hann í bardaga, en Big Boss dó ekki. Hann kom aftur í Metal Gear 2 og Snake drap hann þar.

Saga breyta

Fyrri ár breyta

Big Boss (undir nafninu Jack) hóf feril sinn þegar hann kynntist The Boss, lærimeistara sínum, sem kenndi honum bardagatækni, þ.á m. bardaga í návígi. Eftir það var hann í sérsveitum bandaríska hersins (Green Berets) og gékk síðan til liðs við leyniþjónustu Bandaríkjanna. Þar kynntist hann fyrrum SAS-meðlimnum Zero sem stofnaði sérsveit innan leyniþjónustunnar sem hét FOX.

Virtuous Mission breyta

Big Boss átti að framkvæma fyrsta verkefnið fyrir FOX 1964, sem var laumuverkefni , undir dulnafninu Naked Snake. Hann átti laumast í gegnum sovéska frumskóga og bjarga rússneskum vísindamanni að nafni Sokolov, sem var neyddur að búa til kjarnorkuvopn handa Krústjoff. Í miðju verkefni mætti hann GRU majór að nafni Ocelot en hann sigraði hann léttilega. Þegar hann hafði komið Sokolov í burtu mætti hann The Boss, sem hafði gengið í lið með óvinum Krústjoffs sem ætluðu að nota vopn Sokolovs gegn Krústjoff. The Boss sigraði Snake (Big Boss) og náði Sokolov.

Snákaátsaðgerðin (Operation Snake Eater) breyta

Big Boss var sendur aftur viku seinna til þess að klára verkefnið sitt: bjarga Sokolov; eyðileggja kjarnorkuvopnið, ásamt nýjum fyrirmælum: að drepa Volgin, yfirforingi óvina Krústjoffs, og The Boss. Hann mætti Ocelot nokkrum sinnum. Big Boss tókst að klára verkefnið en hlaut varanleg meiðls: hann misst hægra augað og varð sorgbitinn við að drepa The Boss. Eftir það fékk titilinn Big Boss af Johnson forseta en gat aldrei fyrirgefið sjálfum sér fyrir að drepa The Boss.

Sköpun FOXHOUND breyta

1970 réðst FOX-sérsveitin gegn Bandaríkjastjórn. Zero majór var handtekinn af Bandaríkjaher og Big Boss var fangaður af FOX. Big Boss hittir í fangelsinu ungan mann að nafni Roy Campbell. Saman sleppa þeir og komast að áætlunum FOX. Þeir sjá líka að þeir geta ekki stöðvað FOX sjálfir og verða því að fá óvinahermenn að vinna saman með sér og saman stofna Campbell og Big Boss sérsveitina FOXHOUND.

Les Enfants Terribles-verkefnið breyta

1972 var ákveðið að prófa nýja einræktunaraðferð til þess að skapa hinn fullkomna hermann. Það var valið mesta stríðsmann 20. aldarinnar: Big Boss. Big Boss var í dái vegna meiðsla úr orrustu. Það var frjóvgað egg þannig að átta fóstur urðu til en sex þeirra var eytt. Og eftir stóðu tveir klónar sem voru ekki með sömu eiginleikana vegna þess að vísindamennirnir vildu athuga hvernig hver eiginleiki Big Boss mundi hafa áhrif á þá. Einn var með yfirmennskugen Big Boss, á meðan hinn var með svokölluðu veiku genin, hermennsku genin. En það var ekki nóg, því þeir bjuggu til annað klón sem hafði bæði veik- og yfirmennskugen. Klónunum þremur var síðan skipt í sundur og voru aldir upp á mismunandi stöðum, s.s.: Bandaríkjunum og Englandi. Á fullorðinsaldri áttu þeir að hljóta dulkóða Big Boss og mundu þeir þá heita Liquid Snake, Solid Snake og Solidus Snake.

Outer Heaven breyta

1995 fóru af stað hræringar í áður óþekktu Suður-Afríkuríki sem kallaði sig Outer Heaven. Þeir voru vel vopnaðir og ætluðu sér að nýta nýtt kjarnorkutæki sem kallaðist Metal Gear til ná heimsyfirráðum. Vesturveldin heimtuðu að Big Boss sendi Gray Fox til sjá um málið. Big Boss sendi Gray Fox til Outer Heaven en hann náðist var tekinn til fanga. Þá heimtuðu vesturveldin að Big Boss sendi nýjan mann. Og hann sendi nýliðan Solid Snake. Áætlun Big Boss var að Snake mundi mistakast en svo fór ekki. Snake eyðilagði Metal Gear og sigraði Big Boss.

Zanzibar breyta

Big Boss dó ekki heldur fór hann í felur til að hefja uppreisn Asíuríkisins Zanzibar sem var styrkt af málaliðum. Rússar reyndu að senda heri sína gegn þeim en málaliðarnir sigruðu. Þessi tími kallaðist „Málaliðastríðið“. Seinna tekur við olíukreppa 1999 og maðurinn sem fann upp OILIX, lausnina á henni, var rænt og tekinn til Zanzibar. Yfirvöld fengu yfirmann FOX-HOUND, Roy Campbell ofursta, til að senda Solid Snake til Zanzibar. Og í ljós kom að Gray Fox og Big Boss ætluðu að nýta OILIX til þess að veita Zanzibarlandi hernaðaryfirráð og það gerðu þeir einnig með nýjum Metal Gear. Gray Fox stýrði honum en Snake sigraði hann og Big Boss.

Ástæður Big Boss breyta

Í tölvuleiknum Metal Gear Solid 3: Snake Eater, sem fjallar um sögu Big Boss 1964, var sýnt að Big Boss snéri gegn Bandríkjunum út af því að hann þurfti að drepa The Boss. Sagt er að hann hafi viljað að nota Outer Heaven og Zanzibar til þess að búa til hinn fullkomna heim hermanna: Stríð úti um allan heim þar sem hermanna yrði minnst sem hermanna en ekki peða. Ekki er vitað hvernig Big Boss fjármagnað virkin tvö. Sumir telja að hann hafi notað Arfleið „Heimspekinganna“ en sumir telja það hafi verið byggt á mútum. Í Metal Gear Solid 3 fær maður samúð með Big Boss og sér hlutina frá hans sjónarhorni. En hann hefnir sín á mjög ófyrirsjánlegan hátt.

Næstu leikir breyta

Í Metal Gear 2: Solid Snake drap Solid Snake Big Boss og í „hliðarleiknum“ Metal Gear 2: Snake's Revenge er Big Boss vélvera. Í Metal Gear Solid er sagt að lík hans sé geymt frosið og hryðjuverkamennirnir ætla sér að nota erfðaefni Big Boss í að gera sig sterkari. Í Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty er bara talað um hann. Þótt Solidus sé með sama útlit og Big Boss, þá er hann það ekki. Á forsíðumynd Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots sést Big Boss, þannig að hann er líklegur til að koma fram í þeim leik og er hugsanlega ekki dáinn, eða kannski kemur hann fram sem vélvera. En þetta eru allt pælingar sem maður getur velt fyrir sér fram og til baka.