Bernard Dowiyogo
Bernard Annen Auwen Dowiyogo (fæddur 14. febrúar 1946, látinn 9. mars 2003) var nárúskur stjórnmálamaður. Hann var fyrst þingmaður árið 1973 og fyrst forseti landsins 1976–1978 eftir kosningabaráttu við Hammer DeRoburt. Næstu 25 árin var Dowiyogo oft forseti, lengst 6 ár (1989-1995) en styst 15 daga.
Milli 1980 og 1990 mótmælti hann því kröftuglega að frakkar og bandaríkjamenn væru við kjarnorkutilruanir í Kyrrahafi
Dowiyogo lést á George Washington-háskólasjúkrahúsinu í Washington D.C. eftir hjartaaðgerð vegna sykursýkinnar sem hann þjáðist af.