Bergdís Ellertsdóttir
Bergdís Ellertsdóttir (f. 1962) er íslenskur sendiherra. Hún var fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018 til 2019[1] og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. júlí 2019[2] til 2024. Hún hóf störf hjá utanríkisráðuneyti Íslands árið 1991 og hefur síðan þá unnið á fjölda vettvanga, meðal annars hjá NATÓ, EFTA og Evrópusambandinu. Hún hefur einnig gegnt stöðu sendiherra Íslands í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Sviss og San Marínó.[3]
Æviágrip
breytaBergdís fæddist árið 1962 og gekk í Háskólann í Freiburg í Þýskalandi. Hún nam þar þýsku (1982–1983) og síðan stjórnmálafræði, ensku og sagnfræði (1983–1985). Hún nam síðan stjórnmálafræði og ensku við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1987. Hún lauk námi við Háskólann í Essex árið 1989 og útskrifaðist með meistaragráðu í Evrópufræðum.[3]
Árið 1991 hóf Bergdís störf hjá utanríkisráðuneytinu og varð ritari við verslunardeildina. Hún hóf síðan störf við sendiráð Íslands í Bonn í Þýskalandi og varð varaformaður sendinefndarinnar. Frá 2000 til 2003 var hún aðstoðarframkvæmdastjóri stjórnmáladeildar sem sá um öryggismál, málefni Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og tvíhliða samskipti við Bandaríkin, Kanada og Rússland. Árið 2003 varð hún aðstoðarframkvæmdastjóri verslunardeildar utanríkisráðuneytisins og síðan framkvæmdastjóri alþjóðaöryggis- og þróunarmála árið 2007.
Árið 2007 var Bergdís jafnframt útnefnd aðstoðaraðalritari EFTA í Brussel og gegndi því embætti til ársins 2012. Hún var helsti samningamaður Íslendinga í fríverslunarviðræðum við Kína í september 2012. Í september árið 2014 var hún útnefnd formaður sendinefndar Íslands til Evrópusambandsins og sendiherra Íslands í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og San Marínó.[3]
Í ágúst árið 2018 var Bergdís útnefnd fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.[1] Næsta október var tilkynnt að hún yrði nýr sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1. ágúst 2019.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „New Permanent Representative of Iceland Presents Credentials“ (enska). Sameinuðu þjóðirnar. 30. ágúst 2018. Sótt 30. júní 2020.
- ↑ 2,0 2,1 „Bergdís verður nýr sendiherra í Bandaríkjunum“. RÚV. 5. október 2018. Sótt 22. apríl 2019.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 „Vademecum of speakers: EA-Switzerland: Obstacles with regard to the fullimplementation of the internal market“ (PDF). European Parliament. 7. maí 2015. Sótt 22. apríl 2019.