Bergþór Másson
Bergþór Másson (f. 3. júlí 1995) er íslenskur hlaðvarpsstjórnandi.
Bergþór Másson | |
---|---|
Fæddur | Bergþór Másson 3. júlí 1995 Reykjavík, Ísland |
Störf | Hlaðvarpsstjórnandi |
Ár virkur | 2014–í dag |
Þekktur fyrir |
|
Ættingjar | Snorri Másson (bróðir) |
Bergþór starfaði um árabil sem umboðsmaður fyrir rapparann Birni og tónlistar dúó-ið ClubDub en lét af störfum í ágúst 2022.[1]
Hlaðvörp
breytaSkoðanabræður
breytaBergþór er annar helmingur hlaðvarpsins Skoðanabræður sem hefur notið vinsælda á Íslandi seinustu ár eða alveg frá því að það byrjaði í apríl 2019.[2][óvirkur tengill] Hann stjórnar því ásamt Jóhanni Kristófer Stefánssyni, betur þekktur sem Joey Christ, en áður hafði Snorri Másson, bróðir Bergþórs, stjórnað því með honum. Þeir hafa gefið út yfir 200 þætti. Í þáttunum er farið yfir öll helstu mál í heiminum og oft fengið gesti og rýnt í skoðanir þeirra.[2]
Kraftbirtingarhljómur guðdómsins
breytaFrá febrúar 2020 til júlí 2021 gaf Bergþór út hlaðvarpið Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Hann hlaut verðlaun fyrir þá sem framlag til íslenska tónlistargeirans.[3] Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er nokkurs konar heimild um sögu rapps á Íslandi en gefið út í formi hlaðvarps og finnst á öllum helstu streymisveitum. Gefnir voru út 38 þættir þar sem rætt er við mismunandi rappara í hverjum þætti.[4]
Einkalíf
breytaBergþór ólst upp í Reykjavík og gekk í Hagaskóla. Seinna gekk hann í Verzlunarskóla Íslands og tók virkan þátt í félagslífinu þar og starfaði í 12:00 sem er nefnd innan Versló. Bergþór er bróðir Snorra Mássonar, fréttamanns á Stöð 2.
Heimildir
breyta- ↑ https://www.instagram.com/p/Cgzd42Yo3Tk/
- ↑ 2,0 2,1 https://www.frettabladid.is/lifid/snorri-haettir-i-skodanabraedrum-eg-stig-bara-til-hlidar-eins-og-sigridur-andersen/
- ↑ Davíð Kjartan Gestsson (8. september 2021). „Hljóta viðurkenningu fyrir framlag til tónlistargeirans“. RÚV.
- ↑ Óttar Kolbeinsson Proppé (5. júlí 2021). „Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins“. Vísir.