Ban Ki-moon

8. aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(Endurbeint frá Ban Ki-Moon)

Ban Ki-moon (f. 13. júní 1944) er suður-kóreskur stjórnmálamaður og ríkiserindreki sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 2007 til ársins 2017. Ban var utanríkisráðherra Suður-Kóreu frá janúar 2004 til nóvember 2006.

Ban Ki-moon
반기문
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
Í embætti
1. janúar 2007 – 31. desember 2016
ForveriKofi Annan
EftirmaðurAntónio Guterres
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. júní 1944 (1944-06-13) (80 ára)
Insei, japönsku Kóreu (nú Suður-Kóreu)
ÞjóðerniSuður-kóreskur
MakiYoo Soon-taek
Börn3
HáskóliÞjóðarháskólinn í Seúl
Harvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður, ríkiserindreki
Undirskrift

Ban byrjaði að sækjast eftir aðalritaraembætti Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2006. Fyrst um sinn áttu fáir von á því að hann myndi hljóta kjör í embættið en sem utanríkisráðherra Suður-Kóreu gat hann ferðast um öll ríkin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda kosninganna til að vekja athygli á sér. Þann 13. október 2006 kaus allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Ban áttunda aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann tók við embættinu af Kofi Annan í byrjun næsta árs. Sem aðalritari stóð Ban fyrir ýmsum umbótum á friðargæslu og á atvinnusiðum Sameinuðu þjóðanna. Ban beitti sér sérstaklega fyrir baráttu gegn hlýnun jarðar og ýtti oft á eftir frekari aðgerðum gegn loftslagsbreytingum við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Ban beitti sér einnig gegn stríðinu í Darfúr og tók þátt í að telja Omar al-Bashir forseta Súdan á að hleypa friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna inn í landið.[1] Ban átti einnig þátt í því að gera Parísarsamkomulagið lagalega bindandi.

Ban lét af embættinu í lok ársins 2016 eftir að allsherjarþingið hafði kjörið António Guterres sem aðalritara þann 13. október.[2] Margir bjuggust við því að Ban myndi gefa kost á sér í forsetakosningum Suður-Kóreu árið 2017 en hann ákvað að bjóða sig ekki fram.[3][4] Þann 14. september 2017 var Ban kjörinn formaður siðanefndar Ólympiuleikanna.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. Ban Ki-Moon. „Það sem ég sá í Darfur“. Sameinuðu þjóðirnar. Sótt 10. september 2018.
  2. „António Guterres appointed next UN Secretary-General by acclamation“. UN News Centre. 13. október 2016. Sótt 9. september 2018.
  3. „With an Eye on South Korea's Presidency, Ban Ki-moon Seeks to Burnish his U.N. Legacy“. Foreign Policy. Sótt 2. janúar 2017.
  4. Cheng, Jonathan (1. febrúar 2017). „Ban Ki-moon Drops Out of South Korean Presidential Race“. Wall Street Journal. ISSN 0099-9660. Sótt 10. september 2018.
  5. https://www.olympic.org/news/ioc-elects-former-united-nations-secretary-general-ban-ki-moon-to-head-its-ethics-commission


Fyrirrennari:
Kofi Annan
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
(1. janúar 200731. desember 2016)
Eftirmaður:
António Guterres


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.