BT (verslunarkeðja)
(Endurbeint frá B.T. Tölvur)
BT var íslensk verslanakeðja sem seldi raftæki og tölvubúnað. Verslunin byrjaði sem lagersala á vegum Tæknivals, en gekk það vel að ákveðið var að opna verslun árið 1995 undir nafninu Bónus Tölvur. Stuttu síðar fékk Bónus lögbann á nafnið og var nafninu þá breytt í B.T. Tölvur.[1] Fyrsta verslunin var staðsett að Grensásvegi 3, en árið 1997 flutti hún í Skeifuna. Þá var nafninu breytt í BT. Síðan voru alls átta aðrar verslanir opnaðar í Kringlunni, Smáralind, Spönginni, Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi. BT varð svo hluti Dagur Group samsteypunnar sem varð gjaldþrota í efnahagskreppunni árið 2008. Eftir gjaldþrotið tóku Hagar BT yfir en samkeppniseftirlitið hafnaði síðar þeirri yfirtöku.