Bónóbósimpansi

(Endurbeint frá Bónóbó-api)

Bónóbósimpansi, bónóbóapi eða bónóbó (Pan paniscus) (áður kallaður dvergsimpansi), [1] er ein tveggja tegunda í ættkvísl simpansa. Ásamt almennum simpansa er hann sú tegund sem skyldust er manninum.

Bónóbósimpansi

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Fremdardýr (Primates)
Ætt: Mannætt (Hominidae)
Ættkvísl: Pan
Tegund:
Heimkynni bónóbósimpansa
Heimkynni bónóbósimpansa
Kynlíf bóbóbósimpansa.

Bónóbósimpansinn finnst á 500.000 ferkílómetra svæði í Austur-Kongó og telur 30.000 til 50.000 dýr. Erfitt hefur verið að áætla fjölda vegna stríðsástands í landinu. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin telja hann til tegunda í útrýmingarhættu.

Bónóbósimpansi er alæta og étur stundum kjöt annarra spendýra svo sem svifíkorna, þótt hann sé meiri jurtaæta en frændi hans simpansinn. Hann er grennri og smærri en simpansi.

Rannsóknir hafa sýnt að kvendýrin hafa háa stöðu innan samfélags bónóbósimpansa. Þó karldýrin séu sterkari mynda kvendýr nána, samstillta hópa sem geta haft vald yfir karldýrunum. Átök eru sjaldgæf. Stigveldi þekkist innan tegundarinnar en er minna áberandi en hjá öðrum prímötum.

Tegundin er fjöllynd og tvíkynhneigð er algeng. Vegna þess hve óvíst er að rekja faðerni afkvæmis þá elur móðirin það upp. Bónóbósimpansar eru eina dýrategundin fyrir utan manninn þar sem munnmök og trúboðastelling eru stundaðar. Snípur kvendýranna er stærri en í flestum spendýrum.

Uppgötvast hefur að þeir beita rödd sinni til tjáskipta á fjölbreytilegri hátt en áður var talið. Raddbeiting þeirra líkist tjáskiptum mennskra barna á máltökuskeiði. Bónóbóapinn Kanzi er líklega frægasta dæmið, en hann lærði mikinn fjölda myndtákna undir leiðsögn vísindakonunnar Sue Savage Rumbaugh, og nokkrar bendingar úr bandaríska táknmálinu líka. [2]

Heimild

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir? Vísindavefurinn, Skoðað 26. apríl, 2016.
  2. Bónóbó-apar tjá sig á fjölbreyttan hátt Rúv. Skoðað 26. apríl, 2016.