Snípa (fleirtala snípur) er einnig heiti fugla af nokkrum ættkvíslum snípuættar.

Snípurinn er hluti af kynfærum kvenkyns spendýra. Sýnilegi hluti snípsins sést þar sem innri skapabarmarnir mætast, fyrir ofan þvagrásaropið. Snípurinn er afar næmur og er helsta örvunarsvæði píkunnar, í snípshúfunni er áætlað að séu um 8.000 taugaendar.[1]

Innri uppbygging píkunnar. Snípurinn nær nokkuð djúpt, en í daglegu tali vísar orðið snípur til sýnilega hlutans, snípshúfunnar.
(1) Forhúð
(2) Snípur

Snípurinn myndast út frá ákveðnum vef í fóstri sem kallast kynhnjótur. Ef fóstrið er útsett fyrir karlhormónum verður kynhnjóturinn að typpi, annars verður hann að sníp.

Tilvísanir

breyta
  1. Carroll, Janell L. (2012). Sexuality Now: Embracing Diversity. Cengage Learning. ISBN 978-1-111-83581-1. Bls. 110–111, 252