Bækur og rannsóknir á efnahagshruninu 2008
Árið 2008 féllu íslensku bankarnir og í framhaldinu varð efnahagshrun á Íslandi sem hafði víðtæk áhrif bæði innanlands og utan. Um efnahagshrunið hafa verið skrifaðar bækur sem taka bæði á aðdraganda, orsök og afleyðingu þess.
Bækur um hrunið
breytaSofandi að feigðarósi
breytaÍ bókinni, sem er gefin út 2009, gerir Ólafur Arnarson grein fyrir atburaðarásinni sem leiddi til þess að Ísland varð gjaldþrota í október 2008 og rekur hann söguna fram á vorið 2009.[1]
Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar
breytaÞessi bók eftir Guðna Th. Jóhannesson er fyrsta heildaryfirlitið yfir íslenska efnahagshrunið og eftirmál þess – allt frá því að óveðursský lánsfjárkreppu tóku að hrannast upp erlendis og þar til ríkisstjórnin fór frá völdum. Í bókinni eru áður óbirtir tölvupóstar, símtöl og minnisblöð sem Guðni fléttar saman. Bókin var gefin út árið 2009.[2]
Íslenska efnahagsundrið
breytaÞessi bók eftir Jón Fjölnir Thoroddsen sem gefin var út 2009, er fyrsta bókin um efnahagshrunið þar sem umfjöllunin afmarkast að mestu við ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna og stærstu fyrirtækja og eignarhaldsfélaga landsins. Í lokaorðum bókarinnar segir hann að það sé ljóst að á Íslandi á liðnum árum hafi hagsmunir heildarinnar vikið fyrir hagsmunum fárra því sérhagsmunir útrásarvíkinganna hafi gengið þvert á hagsmuni þjóðarinnar og því fór sem fór. Umfjöllun Jóns er tilraun til að skýra hvernig þetta gerðist.[3]
Bringing Down the Banking System : Lessons from Iceland
breytaÍ bók sinni lýsir Guðrún Johnsen sem vann með Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu niðurstöðum nefndarinnar á því hvernig íslensku bankarnir stigu til metorða en lýsir falli þeirra og fer í saumana á því hvernig það kom til og hvaða afleiðingar það hafði. Bókin var gefin út árið 2014.[4]
Scarcity in Excess – The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland
breytaUpphaf bókar Arna Mathiesen má rekja til evrópsks rannsóknarverkefnis „Scarcity and Creativity in the Built Environment“ eða „Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi“, þar sem Arkitektaskólinn í Osló sá um eitt af undirverkefnunum: rannsókn á höfuðborgarsvæði Íslands fyrir og eftir hrun. Í bókinni, sem gefin var út 2014, eru stuttar greinar eftir marga fræðimenn, listamenn, arkitekta, skipulagsfræðinga og aðgerðasinna sem komu að verkefninu beint eða óbeint. Einnig eru birt nemendaverkefni sem rannsaka nýjar framtíðarsýnir í ljósi hrunsins, unnin af nemendum í arkitektadeild Listaháskóla Íslands, skipulagsdeild Landbúnaðarháskóla Íslands og EMU (evrópskt framhaldsnám meistara í borgarskipulagi).[5]
Iceland and the International Financial Crisis:Boom, Bust and Recovery
breytaEiríkur Bergman útskýrir í bók sinni sem gefi var út 2014, hinn einstaka vöxt, hrun og skjóta viðreisn íslensk efnahags. Í niðurstöðum sínum setur hann saman hvaða lærdóm aðarar þjóðir geti dregið af atburðunum.[6]
Heimildir
breyta- ↑ https://www.forlagid.is/vara/sofandi-ad-feigdarosi/
- ↑ https://www.forlagid.is/vara/hruni%C3%B0/
- ↑ https://www.landogsaga.is/section.php?id=12706&id_art=13301
- ↑ http://www.palgrave.com/us/book/9781137358196
- ↑ http://www.hi.is/vidburdir/horgull_i_allsnaegtum_hid_byggda_umhverfi_og_hrunid_a_islandi
- ↑ http://www.palgrave.com/us/book/9781137331991