Ayreon
Ayreon er hollensk eins-manns hljómsveit sem gefur út frumsamdar rokk-óperur. Þessi hugarsmíði Arjen Anthony Lucassens hefur heimspekilega nálgun sem minnir á hugleiðingar danska heimspekingsins Søren Kierkegaard um tilveruna. Arjen, sem í flestum tilfellum semur söguþræði óperanna og ákveður stíl tónlistarinnar og býður gestasöngvurum og tónlistarfólki að taka þátt í plötum Ayreon.
Verkefnið bar ekkert sérstakt nafn til að byrja með, en þar sem fyrsti diskurinn hét Ayreon: The Final Experiment stakk útgáfufyrirtæki hans upp á því að Ayreon nafnið skyldi notað yfir svipuð verkefni Arjen.
Saga
breytaFyrsti geisladiskur Ayreon var gefinn út árið 1995 undir nafninu Ayreon: The Final Experiment og segir hann sögu Breta á 5. öld móttekur skilaboð frá vísindamönnum ársins 2084 þegar mannkynið hefur nær tortímt sér í lokaheimstyrjöld. Á plötunni koma fram þrettán gestasöngvarar og hljóðfæraleikarar sem flestir eru hollenskir.
Actual Fantasy (1996) fjallar ekki öll um eitt ákveðið söguefni heldur hvert lag um sig um eitt ákveðið ævintýri. Á henni koma eingöngu fram þrír söngvarar og þrír hljóðfæraleikarar, en það þykir lítið fyrir Ayreon.
Into the Electric Castle (17. apríl 1998) er tveggja diska útgáfa segir sögu átta einstaklinga frá mismunandi tímabilum í mannkynssögunni, föst saman á einkennilegum stað tímaleysis og rúmleysis. Þar er dularfull rödd sem talar við þá, og hjálpar þeim að finna leið sína heim í gegnum rafmagnskastalann. Uppfull af vísindaskáldsögu-klisjum og sýru-rokki, sungið af sjö aðalsöngvurum og nokkrum aukasöngvurum, sem hver er í sínu hlutverki. Ellefu hljóðfæraleikarar spila undir á plötunni.
Tvöfalda útgáfan The Universal Migrator (2000) er vísindaskáldsaga sem segir frá síðasta manninum, sem býr aleinn á Mars. Á fyrri geisladisknum, The Dream Sequencer heldur hann af stað í ferðalag aftur í tímann í minningum ýmissa annarra einstaklinga í gegnum mannkynssöguna með hjálp tækis er kallast draumaraðarinn. Fyrri diskurinn er uppfullur af rólegu framúrstefnurokki. Seinna meir for-skapast hann lengra fram í tímann, alla leið að miklahvelli á seinni diskinum, sem er töluvert þyngri, The Flight of the Migrator. Aftur hafa þessar plötur um tíu söngvara sem eru studdir af mjög mörgum undirspilurum. Bruce Dickinson úr Iron Maiden kemur fram á seinni disknum, en hann er líklega best þekkti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram undir merki Ayreon.
The Human Equation var gefinn út árið 2004. Líkt og í The Electric Castle eru þó nokkrir söngvarar, hver með sitt hlutverk. Með þessari útgáfu hvarf Ayreon frá sínum vanalega viðfangsefni vísindaskáldskap og tók fyrir sögu sem gerist í huga manns sem liggur í dauðadái á sjúkrahúsi eftir einkennilegt bílslys á hábjörtum degi með enga aðra bíla í grenndinni. Aðalleikararnir á þessum disk eru ellefu, og leika flest þeirra mismunandi tilfinningar hins meðvitundarlausa manns: Röksemd, ást, ótti, stolt, ástríða, kvöl og bræði. Ken Hensley, hljómborðsleikari Uriah Heep, og Mikael Åkerfeldt, söngvari Opeth, eru meðal þekktra tónlistarmanna á plötunni.
Skífan 01011001, sem kom út árið 2008, bindur saman alla undangengna diska og segir frá tilraunum þjóðar sem kallar sig Forever of the Stars við að takast á við eigin uppruna og eigin vanskilning. Hún skapar því mannkynið og rannsakar það, en sér að það er ekkert betur sett með flóknar tilvistarspurningar. Diskurinn hlaut lof gagnrýnanda, svo sem 10/10 á MetalRaw.com, 5/5 á Korroso.fi, og var valin plata vikunar á ProgArchives.com. [heimild vantar]
Árið 2013 kom út platan The Theory of Everything. Meðal þeirra sem lögðu á plóginn með það verk voru: John Wetton (King Crimson, Asia), Marco Hietala (Nightwish), Cristina Scabbia (Lacuna Coil), Rick Wakeman (Yes), Keith Emerson (Emerson, Lake and Palmer), Jordan Rudess (Dream Theater) og Steve Hackett (Genesis).
Meðlimir
breytaEkki er raunverulega hægt að tala um meðlimi í Ayreon, heldur eingöngu samstarfsmenn um hvert verkefni. Arjen Anthony Lucassen er alltaf í forsprakki fyrir hópinn, en aðrir meðlimir hafa verið:
Útgefin verk
breyta- The Final Experiment (1995)
- Actual Fantasy (1996)
- Into the Electric Castle (1998)
- Universal Migrator Part 1: The Dream Sequencer (2000)
- Universal Migrator Part 2: Flight of the Migrator (2000)
- The Human Equation (2004)
- 01011001 (2008)
- The Theory of Everything (2013)
- The Source (2017)
- Transitus (2020)
Tengd verkefni
breytaTvær aðrar hljómsveitir af svipuðu tagi eru til undir stjórn Arjen Lucassens, en þær spila öðruvísi tónlist: