Xinjiang

sjálfstjórnarhérað í Kína
(Endurbeint frá Sinkiang)

Xinjiang (einnig nefnt Sinkiang eða Shingjang)(kínverska: 新疆; rómönskun: Xīnjiāng) er sjálfstjórnarhérað í norðvesturhluta Kína með landamæri að Afganistan, Rússlandi, Mongólíu, Kirgisistan og Tadsjikistan. Höfuðstaður héraðsins er Urumqi. Íbúar héraðsins eru 21,8 milljónir [1]. Tungumál héraðsins er kínverska og úýgúríska. Opinberlega heitir það Úígúrska sjálfstjórnarhéraðið Xinjiang.

Landakort sem sýnir legu sjálfstjórnarhéraðsins Xinjiang í norðvesturhluta Kína.
Kort af legu sjálfstjórnarhéraðsins Xinjiang í norðvesturhluta Kína.

Héraðið var sjálfstætt og barist var um stjórn þess fram til 18 aldar. Árið 1884 keypti Kingveldið landið og innlimaði það inn í Kína og árið 1955 varð það að sjálfstjórnarhéraði. Stærsti þjóðfélagshópur fólks eru Úígúrar, þjóðarbrot tyrkískumælandi múslima. Um 60% tekna héraðsins kemur frá olíuiðnaði.[2]

TenglarBreyta

  • Greinin Sinkiang, Verkamaðurinn - 39. Tölublað, 28.09.1940.

HeimildirBreyta

  1. „Communiqué of the National Bureau of Statistics of People's Republic of China on Major Figures of the 2010 Population Census“. Sótt 23. september 2011.
  2. Regions and territories: Xinjiang British Broadcasting Corporation. Skoðað þann 8. desember 2010