Atli Gíslason var íslenskur stjórnmálamaður og er fyrrum Alþingismaður. Hann lærði lögfræði við Háskóla Íslands, fór svo í framhaldsnám í Osló og í Kaupmannahöfn. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1979 og hæstaréttarlögmaður tíu árum síðar. 21. mars 2011 sagði Atli sig úr þingflokki Vinstri grænna vegna foringjaræðis á Alþingi.[1]

Atli Gíslason (AtlG)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2007 2009  Suðurkjördæmi  Vinstrihreyfingin - grænt framboð
2009 2011  Suðurkjördæmi  Vinstrihreyfingin - grænt framboð
2011 2013  Suðurkjördæmi  Óháður
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. ágúst 1947 (1947-08-12) (77 ára)
Æviágrip á vef Alþingis

Maki Atla er Rannveig Sigurðardóttir, tjónafulltrúi. Hann á sjálfur þrjú börn, Jón Bjarna, Gísla Hrafn og Friðrik, og eina fósturdóttur, Guðrúnu Ernu.

Heimildaskrá

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.