Foringjaræði er nýlegt hugtak í íslenskri stjórnmálaumræðu sem vísar til þeirrar þróunar að foringjar stjórnmálaflokka (oftast formenn og varaformenn) leika lykilhlutverki en almennur kjörinn þingmaður er atkvæðalítill.[1]

Þetta skýtur skökku við vegna þess að formlega séð eru allir þingmenn jafnréttháir en í reyndinni hefur íslenska flokkakerfið, nefnt fjórflokkakerfið, með sinni hefð fyrir meirihlutastjórnum, styrkt stöðu formanna stjórnmálaflokka svo mikið að sumum þykir varhugavert. Samkvæmt 48. gr. stjórnarskrár Íslands eru Alþingismenn einvörðungu bundnir við sannfæringu sína. Það þýðir að þeir lúta ekki boðvaldi neins.

Dæmi úr umræðu

breyta
 
Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði
 
 
— Eldmessa Guðna Ágústssonar 2009, úr rannsóknarskýrslu Alþingis (8. bindi) [2]

Í lok mars 2010 sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að það að tryggja meirihluta þingmanna á þingi til þess að setja lög væri eins og að smala köttum.[3]

Eygló Harðardóttir, úr Framsóknarflokknum sagði í umræðum í apríl 2010 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að jafn mikið foringjaræði tíðkaðist ekki erlendis og að hún myndi óska eftir að Framsókn innleiddi flata forystu, eins og tíðkast í Sænska umhverfisflokknum.[4]

Innan raða Vinstri grænna hafa Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason öll talið að vinnubrögð stórra mála hafi einkennst af foringjaræði. Lilja hefur gagnrýnt foringjaræðið um nokkuð skeið og sagði í grein í lok apríl 2010 „Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga.[5] Allir þrír þingmennirnir sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp 2011 og er það einsdæmi að stjórnarþingmenn sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga á Íslandi.[6] Í framhaldi af því urðu nokkrar deilur innan VG vegna þessa og m.a. fóru þremenningarnir fram á afsökunarbeiðni frá þingflokksformanni VG Árna Þór Sigurðssyni.[7]

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta