Anton LaVey

(Endurbeint frá Anton Lavey)

Howard Stanton Levey (fæddur 11. apríl 1930 - látinn 29. október 1997), betur þekktur sem Anton Szandor LaVey var stofnandi nýtrúarhreyfingar sem kallar sig „Kirkja Satans”, þar sem hann þjónaði einnig hlutverki „æðsta prests”. Hann er einnig höfundur bókarinnar „Sataníska biblían”, sem er nokkurs konar undirstöðurit og stefnulýsing þeirrar heimspeki og hugsjóna sem hreyfing hans er byggð upp á.

Anton Szandor LaVey
Anton LaVey í sjónvarpsþætti Joe Pyne árið 1966
Fæddur
Howard Stanton Levey

11. apríl 1930
Dáinn29. oktober 1997
ÞjóðerniBandaríkjamaður
StörfTónlistarmaður
Rithöfundur
Þekktur fyrirKirkja Satans
Sataníska biblían
TrúDulspeki
Leikrænn „Satanismi“
MakiDiane Hegarty
BörnKarla LaVey
Zeena Schreck
Satan Xerxes Carnacki LaVey

Anton LaVey fæddist í Chicago borg í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Móðir hans var Gertrude Augusta Coulton og faðir Michael Joseph Levey. Hann fluttist ti Kaliforníu-fylkis á unga aldri þar sem hann eyddi stærstum hluta æsku sinnar við San Francisco flóann. Samkvæmt eigin ævisögu þá á hann ættir að rekja til Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Rúmeníu.

Upphaflega sýndi hann viðleitni til að verða framúrskarandi tónlistarmaður og studdu foreldrar hans á því sviði, hann lærði á mörg hljóðfæri og lýsir því sjálfur að bæði pípuorgelið og gufuorgelið hafi verið í uppáhaldi. Samkvæmt eigin ævisögu segist hann hafa fallið snemma frá námi í framhaldsskóla til að starfa í sirkús og taka þátt í farandstívolí, í fyrstu sem ófaglærður verkamaður og seinna sem meðhjálpari ljónatemjara og þátttakandi í sirkusatriðum þar sem ljón og stór rándýr léku aðalhlutverk. Engar heimildir eru til sem sannreyna frásögn Antons um ár hans í þessu tiltekna farandstívolí.

Anton hélt því einnig fram að hann hefði unnið sem vettvangsljósmyndari fyrir lögregluna í San Francisco um 1950, þar sem hann hefði reglulega upplifað blóðugan og hroðalegan vettvang slysa, morða og limlestinga. Þar hafi hann fengið innsæi í hversu ógeðfelld mannleg náttúra geti verið. En engin gögn eru til sem staðfesta þessa frásögn og hefur lögregludeildin í San Francisco neitað því að nokkur starfsmaður að nafni Howard Stanton eða Anton LaVey sé til í gagnagrunni þeirra. Frank Moser skráður vettvangsljósmyndari lögreglunar á þeim tíma fullyrti að Anton LaVey hefði aldrei unnið fyrir lörgregluna í San Francisco.[1] Anton hélt því einnig fram að amma hans hefði verið fjölkunnur sígauni, en þetta hefur einnig verið dregið í efa. Í raun virðist flest sem Anton LaVey hefur haldið fram um eigin fortíð reynst eitthvað sem ekki er hægt að staðfesta eða hreinn og klár uppspuni.[2]

Anton kynntist Carole Lansing sem hann að lokum giftist og eiguðust þau dóttirina Körlu LaVey árið 1952. Þau skildu árið 1960 eftir að Anton féll fyrir annarri konu, Diane Hegarty. Anton og Diane hófu sambúð og stofnuðu saman „Kirkju Satans”. Þau giftust aldrei en bjuggu saman í áratugi. Saman eignuðust þau dóttirina Zeenu Galatea LaVey árið 1964, hún átti eftir að verða áberandi lykilpersóna og talsmaður fyrir kirkjuna úti á við í mörg ár allt þar til hún snérist gegn kirkjunni árið 1990, opinberlega afneitaði föður sínum og afhjúpaði að megnið af sögum hans um líf sitt væru skáldskapur og sjálfsköpuð trú hans væri fals sem hún hefði aldrei fundið raunverulegt einkenni sitt í. [3]

Kirkja Satans

breyta

Anton LaVey var mikill aðdáandi alræmda dulspekingsins Aleister Crowley, einum þekktasta meðlimi dekktur dulspekireglunar Ordo Templi Orientis og stofnanda Thelema. Aleister Crowley var ekki djöfladýrkandi og sóttist aldrei eftir dýrka Satan sem persónugerða lifandi andlega veru, en hann var þó þekktur fyrir að notast við táknfræði sem kristna kirkjan álítur "djöfullega" til þess að hræða og skapa sjálfum sér óttablandið orðspor. Anton að eigin sögn varð fyrir vonbrgiðum árið 1951 þegar hann kynntist nokkum lærlingum Aleister Crowley sem löggðu ástundun á Thelema, honum fannst þeir alltof andlegir og ekki nægilega „illir”.[4]

Uppúr 1956 fór Anton að skapa sjálfum sér ímynd sem „manni Satans”. Hann keypti heimili í Viktorískum stíl í Richmont hverfinu í San Fransico og málaði veggi hússins svarta. Þetta heimili átti seinna eftir að verða hin eiginega „Kirkja Satans”. Anton varð sýnilegur og skrautlegur karakter í setustofum og kokteilklúbbum í fínni hverfum San Francisco þar sem hann spilaði á píanó. Hann varð þekktur fyrir dulræna fræðimennsku, hann keypti sér líkvagn sem hann keyrði um á og varð sér út um svartan hlébarða sem hann skýrði Zoltan og notaði sem gæludýr. Með tímanum fór hann að draga að sér athygli frá ýmsu ríku merkisfólki borgarinnar sem sótti í samkvæmi sem hann hélt á heimili sínu. Hópur fólk myndaðist í kringum hugmyndir hans og heimspeki þar sem hann hélt predikanir og fyrirlestra um dulspeki og ýmsar heiðnar helgiathafnir sem kristna kirkjan hafði bannfært, þessi hópur kallaði sig „Trapísureglan” en átti seinna eftir að þróast yfir leiðtogakjarnan í kirkjunni.

Einn meðlima hópsins að lokum benti honum á að hann væri í raun kominn með grunn fyrir nýtt trúarbragð. Þá árið 1966 á Valborgarmessunótt sem hann rakaði af sér allt hárið sem hluta af heimatilbúinni „helgiathöfn” og lýsti yfir stofnun „Kirkju Satans” og sagði að árið 1966 skyldi verða ár númer eitt eða „fyrsta árið í nýrri öld Satans á jörðu”.

Tilvísanir

breyta
  1. Garvey, John (6. október 2004). San Francisco Police Department (enska). Arcadia Publishing. ISBN 978-1-4396-3076-1.
  2. Lewis, James R. (2003). Legitimating New Religions (enska). Rutgers University Press. ISBN 978-0-8135-3324-7.
  3. „Lewis, James L. (2002). "Diabolical Authority: Anton LaVey, The Satanic Bible and the Satanist "Tradition"". Marburg Journal of Religion“. web.archive.org. 23. desember 2019. Sótt 9. apríl 2020.
  4. „Anton Szandor LaVey“. Church of Satan (bandarísk enska). Sótt 10. apríl 2020.

Heimildir

breyta
  • Barton, Blanche. The Secret Life of a Satanist: The Authorized Biography of Anton Szandor LaVey (Feral House; Revised edition 2014) ISBN-13: 978-1627310024