Azov
borg í Rostovfylki í Rússlandi
(Endurbeint frá Asov)
Asov (rússneska Азов) er borg skammt ofan við ósa árinnar Don í Rússlandi þar sem hún rennur í Asovshaf. Asov er hafnarborg með um 83 þúsund íbúa (2010). Ofar við ána er borgin Rostov sem er mun stærri borg. Snorri Sturluson taldi að Óðinn og æsir hefðu komið frá þessu svæði til Norðurlanda á sínum tíma eins og hann segir frá í Heimskringlu og að þar hafi Ásgarður verið. Thor Heyerdahl gekkst fyrir fornleifauppgreftri á þessum slóðum árið 2001 og hugðist halda rannsóknum áfram árið eftir, en ekkert varð úr því þar sem að hann dó það ár.