Anna Belknap (fædd Anna C. Belknap, 22. maí 1972) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í CSI: NY sem Lindsay Monroe.

Anna Belknap
Anna Belknap sem Lindsay Monroe í CSI: NY
Anna Belknap sem Lindsay Monroe í CSI: NY
Upplýsingar
FæddAnna C. Belknap
22. maí 1972 (1972-05-22) (52 ára)
Ár virk1996 -
Helstu hlutverk
Lindsay Monroe í CSI: NY

Einkalíf

breyta

Belknap fæddist í Damariscotta, Maine í Bandaríkjunum. Útskrifaðist frá Lincoln Academy í Newcastle, Maine. Fékk B.A. gráðu sína frá Middlebury College í Vermont og Masters gráðu í Leik frá American Conservatory Theater.

Belknap er meðlimur að Rude Mechanicals Theater Co., í New York.

Fékk San Diego Theater Critics Circle Craig Noel verðlaunin fyrir Bestan leik sem „Marina“ í Globe Theater-uppfærslunni af Pericles eftir Shakespeare.

Ferill

breyta

Fyrsta hlutverk Belknap var í sjónvarpsþættinum Homicide: Life on the Street (1996), síðan þá hefur hún verið gestaleikari í mörgum sjónvarpsþáttum á borð við: Deadline, Law & Order: Special Victims Unit og Without a Trace.

Belknap var árið 2003 boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum The Handler sem Lily. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum Medical Investigation sem Eva Rossi og var hluti af til endaloka seríunnar. Henni var boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY árið 2005 sem Lindsay Monroe og hefur verið ein af aðalleikurunum síðan þá.

Belknap hefur komið fram í leikhúsum á borð við: Mark Taper Forum, Globe Theater, Huntington Theatre, Westport Country Playhouse og Williamstown Theatre hátíðinni.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2005 The Realtiy Trap Tracy
2005 Alchemy Marissa
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1996 Homicide: Life on the Street Julia Pfeiffer Þáttur: Work Related
1999 Law & Order Jessica Buehl Þáttur: Hate
1999 Trinity Kona Þáttur: Having Trouble with the Language
2000-2001 Deadline Chase 4 þættir
2001 Law & Order: Special Vicims Unit Sarah Kimmel Þáttur: Mahunt
2001 The Education of Max Bickford Mimi Askew Þáttur: Do It Yourself
2003-2004 The Handler Lily 16 þættir
2004 The Jury Karen Linney Þáttur: The Boxer
2004-2005 Medical Investigation Eva Rossi 20 þættir
2005 The Comeback Sarah Peterman Þáttur: Valerie Does Another Classic Leno
2005 Without a Trace Paige Hobson 2 þættir
2005- CSI: NY Lindsay Monroe Messer 135 þættir

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta