Andrea Jónsdóttir
útvarpsmaður og plötusnúður
Andrea Sigríður Jónsdóttir (f. á Selfossi 7. apríl 1949) er þekkt útvarpskona og plötusnúður, sem hefur verið tignuð rokk-amma Íslands af fjölmiðlum.
Andrea lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði um tíma nám í ensku við Háskóla Íslands.[1] Hún hóf störf sem prófarkalesari á Þjóðviljanum árið 1972 og vann þar í meira en áratug. Árið 1984 hóf hún umsjón með eigin þætti á Rás 2 1984.
Um helgar spilar Andrea tónlist á skemmtistaðnum Dillon á Laugavegi.
Andrea hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2018 fyrir framlag sitt til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Dv.is, „Mér finnst gaman að lifa“ (skoðað 30. júní 2019)
- ↑ Mbl.is, „Fjórtán hlutu fálkaorðuna“ (skoðað 30. júní 2019)