Andrés Sveinsson
Andrés Sveinsson var hirðstjóri á Íslandi seint á 14. öld. Hann virðist hafa haft hirðstjórn í um 15 ár, 1372-1387, en þó er lítið um hann vitað; ætt hans er óþekkt, ekkert er vitað um afkomendur hans og bústaður hans er ekki þekktur.
Hann kom út 1372 með hirðstjórn yfir allt land. Árið 1375 sigldi hann en kom aftur árið eftir og 1377 lét hann sverja Hákoni konungi land og þegna. Aftur sigldi hann 1379, kom aftur 1382 og lét þá sverja Ólafi konungi land og þegna, en Hákon hafði dáið 1380 og Andrés hafði fengið nýtt hirðstjórnarumboð hjá honum, eða öllu heldur forráðamönnum hans. Árið 1387 er sagt að Þorsteinn Eyjólfsson hafi tekið hirðstjóraembættið af Andrési og er ekki ljóst hvort átt er við að að Andrés hafi verið sviptur embættinu af einhverjum ástæðum eða hvort Þorsteinn hafi tekið við embættinu til bráðabirgða. Andrés sigldi til Noregs 1388 með Birni Jórsalafara og er ekki vitað hvað um hann varð.
Heimildir
breyta- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Fyrirrennari: Þorgautur Jónsson |
|
Eftirmaður: Þorsteinn Eyjólfsson |