Anansí
Anansí er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum þjóðsögum frá Vestur-Afríku, Karíbahafinu og Norður-Ameríku. Anansí er kónguló en kemur stundum fram í sögunum sem maður.
Heiti Anansí kemur úr akanmáli Asantemanna frá núverandi Gana og merkir einfaldlega „kónguló“. Sögurnar bárust frá Vestur-Afríku til Ameríku með þrælaversluninni. Á Curaçao og Bonaire er hann þekktur sem Kompa Nanzi, á Jómfrúaeyjum sem Bru Nansi, í Súrínam sem Ba Anansi og í Suður-Karólínu sem Aunt Nancy.
Sögur um Anansí eru oft dæmisögur eða goðsögur. Stundum eru kona hans og börn nefnd til sögunnar.