Amasónfrumskógurinn
Amasónfrumskógurinn er regnskógur í Suður-Ameríku og er sá stærsti í heimi. Skógurinn nær yfir níu lönd: Brasilíu, þar sem meginhluti skógarins er, Perú, Kólumbíu, Venesúela, Ekvador, Bólivíu, Gvæjana, Súrinam og Frönsku Gvæjana. Flatarmál hans er fimm og hálf milljón ferkílómetrar. Í gegnum skóginn rennur Amasónfljótið sem er annað lengsta fljót í heimi.