Keisaraserkur

(Endurbeint frá Amanita caesarea)

Keisaraserkur (eða keisarasveppur) (fræðiheiti: Amanita caesarea) er ætisveppur af ættkvísl reifasveppa sem inniheldur einnig hinn baneitraða grænserk. Nafnið er sagt stafa af því að hann hafi verið uppáhald rómversku keisaranna. Hann er eftirsóttur matsveppur og þykir mjög bragðgóður, en margt sveppatínslufólk forðast engu að síður alla ættkvíslina Amanita vegna þess hve margir baneitraðir sveppir tilheyra henni.

Keisaraserkur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur: Homobasidiomycetae
Undirflokkur: Beðsveppir (Hymenomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Reifasveppaætt (Amanitaceae)
Ættkvísl: Reifasveppir (Amanita)
Tegund:
A. caesarea

Tvínefni
Amanita caesarea
(Scop.) Pers.

Keisaraserkur er með appelsínugulan hatt og gulan staf og fanir. Hann situr oft í slíðrinu sem eru leifar af reifunum sem hylja allan sveppinn á yngra stigi. Stafurinn er uppmjór. Gróin eru hvít. Hann vex aðallega í eikarskógum sem eru blandaðir barrtrjám.

Tilvísanir

breyta
   Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.