Strandlaukur

(Endurbeint frá Allium vineale)

Allium vineale er fjölær lauktegund, ættuð frá Evrópu, norðvestur Afríku og Miðausturlöndum.[1] Tegundin hefur verið flutt til Ástralíu og Norður Ameríku, þar sem hún er orðin ágengt illgresi.[2][3][4][5][6]

Strandlaukur
Blómskipan með æxlilaukum og fáeinum blómum
Blómskipan með æxlilaukum og fáeinum blómum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. vineale

Tvínefni
Allium vineale
L.
Samheiti
Listi
  • Allium affine Boiss. & Heldr.
  • Allium arenarium Wahlenb. 1828, illegitimate homonym not L. 1753
  • Allium assimile Halácsy
  • Allium campestre Schleich. ex Steud.
  • Allium compactum Thuill.
  • Allium descendens W.D.J.Koch 1837, illegitimate homonym not L. 1753
  • Allium laxiflorum Tausch
  • Allium littoreum Bertol. 1827, illegitimate homonym not Bertol. 1819
  • Allium margaritaceum var. bulbiferum Batt. & Trab.
  • Allium nitens Sauzé & Maill.
  • Allium purshii G.Don
  • Allium rilaense Panov
  • Allium rotundum Wimm. & Grab. 1824, illegitimate homonym not L. 1762
  • Allium sphaerocephalum Crome ex Schltdl. 1824, illegitimate homonym not L. 1753
  • Allium subvineale Wendelbo
  • Allium vineale var. affine Regel
  • Allium vineale subsp. affine (Regel) K.Richt.
  • Allium vineale var. asperiflorum Regel
  • Allium vineale subsp. asperiflorum (Regel) K.Richt.
  • Allium vineale var. bulbiferum Syme
  • Allium vineale var. capsuliferum Syme
  • Allium vineale subsp. capsuliferum (Syme) K.Richt.
  • Allium vineale subsp. compactum (Thuill.) K.Richt.
  • Allium vineale var. compactum (Thuill.) Lej. & Courtois
  • Allium vineale var. descendens Nyman
  • Allium vineale var. kochii Lange
  • Allium vineale subsp. kochii (Lange) Nyman
  • Allium vineale var. multiflorum Baguet
  • Allium vineale var. nitens (Sauzé & Maill.) Nyman
  • Allium vineale var. purshii (G.Don) Regel
  • Getuonis vinealis (L.) Raf.
  • Porrum capitatum P.Renault
  • Porrum vineale (L.) Schur

Lýsing

breyta

Allir hlutar jurtasrinnar eru með sterkri hvítlaukslykt. Laukurinn er 1 til 2 sm í þvermál, með trefjakenndu ytra byrði. Meginstöngullinn verður 30 til 120 sm hár, með 2 til 4 blöðum og endastæðri blómskipan með fjölda æxlilauka og engum eða fáum blómum. Blöðin eru mjó, rörlaga, 15–60 sm löng og 2–4 mm þykk, með vaxkenndri áferð. Blómskipanin er hulin himnu sem visnar þegar blómin opnast. Hvert blóm er á stilk og er með grænbleikan "perianth" 2.5 til 4.5 mm langan. Þau eru með sex krónublöð, sex fræfla og eina frævu sem er mynduð af þremur samvöxnum egglegum. Saman við blómin eru nokkrir gulbrúnir æxlilaukar. Fræið er í hylki, en spíra sjaldan og fjölgun er aðallega með æxlilaukunum.[7][8] Plöntur með engumblómum, eingöngu æxlilaukum eru stundum skráðar sem afbrigðið: Allium vineale var. compactum.

Nytjar og vandamál

breyta

Þó að það hafi verið mælt með Allium vineale sem staðgengli fyrir hvítlauk, þá eru skiftar skoðanir um það hvort að það sé óþægilegt eftirbragð af honum miðað við venjulegan hvítlauk. Hann veldur hvítlauksbragði og lykt af mjólk og kjöti af skepnum sem hafa verið á beit í þar sem hann er. Hann er einnig talinn vandamál í kornrækt, þar sem lykt og bragð smitast af æxlilaukunum við uppskeru.[9][10][11] Hann er þolinn gegn jurtaeitri, sem nær ekki góðri festu á beinum, sléttum og vaxkenndum stöngli og blöðum.[12][13]

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Kew World Checklist of Selected Plant Families“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2012. Sótt 22. apríl 2018.
  2. "Allium vineale". Flora of North America (FNA). Missouri Botanical Garden – via eFloras.org.
  3. "Allium vineale". County-level distribution map from the North American Plant Atlas (NAPA). Biota of North America Program (BONAP). 2013.
  4. "Allium vineale". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. maí 2017. Sótt 22. apríl 2018.
  5. Weeds Australia, Australian Weeds Committee, Allium vineale Geymt 15 mars 2014 í Wayback Machine
  6. Brewster, J. L. (2008). Onions and Other Alliums. (Wallingford: CABI Publishing. ISBN 978-1-84593-399-9.
  7. „Wild garlic: Allium vineale. NatureGate. Sótt 31. desember 2013.
  8. Davies, D. (1992). Alliums: The Ornamental Onions. (Portland: Timber Press. ISBN 0-88192-241-2.
  9. Eric Block, "Garlic and Other Alliums: The Lore and the Science" (Cambridge: Royal Society of Chemistry, 2010)
  10. James L. Brewster, "Onions and Other Alliums" (Wallingford: CABI Publishing, 2008)
  11. Dilys Davies, "Alliums: The Ornamental Onions" (Portland: Timber Press, 1992)
  12. Wild Garlic & Wild Onion. Clemson University. Retrieved May 12, 2013
  13. Block, E. (2010). Garlic and Other Alliums: The Lore and the Science. (Cambridge: Royal Society of Chemistry. ISBN 978-0-85404-190-9.

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.