Villilaukur
(Endurbeint frá Allium oleraceum)
Villilaukur (fræðiheiti: Allium oleraceum) er evrasísk tegund af laukættkvísl. Þetta er laukmyndandi fjölæringur sem vex villtur á þurrum stöðum, og verður um 80 sm há. Hún fjölgar sér með fræi, hliðarlaukum og æxlilaukum sem myndast í blómskipuninni (svipað og hjá Allium vineale). Ólíkt A. vineale, þá er sjaldgæft að A. oleraceum sé með æxlilauka einvörðungu.[2][3]
Villilaukur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Villilaukur
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium oleraceum L. 1753 not Des Moul. 1840 | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Samnefni
|
- áður talin með[4]
Allium oleraceum subsp. girerdii, nú nefnd Allium oporinanthum
Á Íslandi
breytaHérlendis hefur hann fundist á nokkrum stöðum og er friðlýstur.[5]
Ræktun
breytaÞessi tegund kýs sól eða hálfskugga. Hún þrífst best í rökum og þungum jarðvegi, en vex ágætlega í annars konar jarðvegi. Hún dreifist hratt, eins og illgresi og getur verið erfitt að losna við.
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1885 Illustration Original book source: Prof. Dr. Otto Wilhelm Thomé Flora von Deutschland, Österreich und der Schweiz 1885, Gera, Germany
- ↑ The Reader's Digest Field Guide to the Wild Flowers of Britain p.382.
- ↑ Linnaeus, Carl von. 1753. Species Plantarum 1: 299.
- ↑ „Kew World Checklist of Selected Plant Families“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. október 2012. Sótt 26. maí 2018.
- ↑ „Náttúrufræðistofnun Íslands - Villilaukur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2017. Sótt 26. maí 2018.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Villilaukur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium oleraceum.