Refasmári

(Endurbeint frá Alfalfa)

Refasmári eða lúserna (fræðiheiti: Medicago sativa) er fjölær belgjurt af ertublómaætt sem gjarnan er ræktuð sem fóður fyrir nautgripi, hross, sauðfé og geitur. Það er auðverkanlegt sem hey.

Refasmári
Blátt afbrigði (ssp. sativa)
Blátt afbrigði (ssp. sativa)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Smárar (Trifolieae)
Ættkvísl: Refasmárar (Medicago)
Tegund:
M. sativa

Tvínefni
Medicago sativa
L.
Undirtegundir

Medicago sativa ssp. ambigua(Trautv.) Tutin
Medicago sativa ssp. microcarpaUrban
Medicago sativa ssp. sativaL.
Medicago sativa ssp. varia(T. Martyn) Arcang.

Refasmári gerir kröfur um djúpan jarðveg þar sem rótakerfið getur teygt sig í allt að 4,5 metra dýpt. Ofanjarðar verður hann gjarnan metershár og endist í 3 til 12 ár í túni, allt eftir veðurfari. Eins og aðrar belgjurtir lifir refasmári í samlífi með rótarbakteríum sem binda köfnunarefni úr andrúmsloftinu og nýtist það plöntunni til vaxtar. Algengt er að Sinorhizobium meliloti lifi á rótum refasmára.

Refasmári er mest ræktaður í Bandaríkjunum en stærstu ræktunarsvæðin eru Kalifornía, Suður-Dakóta og Wisconsin.

Spírur refasmára eru ætar og bera hnetukeim. Þær eru notaðar í salöt og á samlokur.

Tilvísanir

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.