Aleksandr Dúgín

Rússneskur stjórnspekingur

Aleksander Geljevítsj Dúgín (rússneska: Александр Гельевич Дугин; fæddur 7. janúar 1962) er rússneskur stjórnspekingur og stjórnmálaskýrandi sem þekktur fyrir fasískar skoðanir sínar.[1][2][3][4][5][6][7][8][9][10]

Aleksander Dúgín

Dúgín er fæddur inn í leyniþjónustufjölskyldu í Sovétríkjunum en var andstæðingur kommúnista á níunda áratugnum.[11] Eftir upplausn Sovétríkjanna stofnaði Dúgín stjórnmálaflokk ásamt Eduard Limonov út frá hugmyndafræði þjóðernisbolsévíka, en Dúgín gekk síðar úr honum og starfsemi flokksins var bönnuð.[12] Árið 1997 gaf hann út bókina Grundvöllur landfræðistjórnmála, þar sem hann lýsti heimsmynd sinni og kallaði eftir því að Rússland endurheimti fyrri áhrif sín með bandalögum og hernaði til að stemma stigu við áhrifum Vesturlanda í heiminum og þá sérstaklega Bandaríkjanna.[13][14][15][16] Dúgín hélt áfram að þróa hugmyndafræði sína um Evrasíuisma, stofnaði Evrasíuflokkinn árið 2002 og skrifaði fleiri bækur, þar á meðal Fjórðu stjórnmálakenninguna (2009).[17][11]

Umdeilt er hversu mikil áhrif Dúgín og kenningar hans hafa í rússneska stjórnkerfinu eða á Vladímír Pútín forseta.[17] Hann hefur engin opinber tengsl við stjórnvöld, en hefur verið nefndur „heili Pútíns“ eða „Raspútín Pútíns“ af fjölmiðlum og sagður hafa mikil áhrif á mótun rússneskrar utanríkisstefnu.[18][19][20][21][22][23] Aðrir halda því fram að raunveruleg áhrif Dúgíns séu verulega ýkt og að lítil tengsl séu á milli verka hans og rússneskrar utanríkisstefnu í framkvæmd.[24][25][26][27]

Dóttir Dúgíns, sjónvarpskonan Darja Dúgína, var myrt fyrir framan hann þegar bílasprengja sprakk í bíl hennar nærri Moskvu þann 20. ágúst 2022.[28] Talið er að Dúgín hafi verið skotmark árásarinnar. Rússneska leynilögreglan FSB sakaði úkraínsk stjórnvöld um að standa fyrir morðinu vegna stuðnings Dúgín-feðginanna við innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínumenn hafa neitað sök.[29]

Heimildir

breyta
  1. Burton, Tara Isabella (12. maí 2022). „The far-right mystical writer who helped shape Putin's view of Russia – Alexander Dugin sees the Ukraine war as part of a wider, spiritual battle between traditional order and progressive chaos“. The Washington Post. Sótt 21. ágúst 2022.
  2. „The Most Dangerous Philosopher in the World“. Big Think (bandarísk enska). Sótt 13. apríl 2022.
  3. Shekhovtsov, Anton (2008). „The Palingenetic Thrust of Russian Neo-Eurasianism: Ideas of Rebirth in Aleksandr Dugin's Worldview“. Totalitarian Movements and Political Religions. 9: 491–506. doi:10.1080/14690760802436142. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2020. Sótt 24. febrúar 2015.
  4. Shekhovtsov, Anton (2009). „Aleksandr Dugin's Neo-Eurasianism: The New Right à la Russe“. Religion Compass: Political Religions. 3: 697–716. doi:10.1111/j.1749-8171.2009.00158.x. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2020. Sótt 24. febrúar 2015.
  5. Ingram, Alan (nóvember 2001). „Alexander Dugin: geopolitics and neo-fascism in post-Soviet Russia“. Political Geography. 20 (8): 1029–1051. doi:10.1016/S0962-6298(01)00043-9.
  6. Burton, Tara Isabella (12. maí 2022). „The far-right mystical writer who helped shape Putin's view of Russia“. The Washington Post. Washington D.C. Sótt 21. ágúst 2022.
  7. Rascoe, Ayesha (27. mars 2022). „Russian intellectual Aleksandr Dugin is also commonly known as 'Putin's brain'. NPR News. Sótt 21. ágúst 2022.
  8. Dunlop, John B. (31. janúar 2004). „Aleksandr Dugin's Foundations of Geopolitics“. The Europe Center, Stanford University. Sótt 13. maí 2022.
  9. [1]
  10. [2]
  11. 11,0 11,1 Tolstoy, Andrey; McCaffray, Edmund (2015). „MIND GAMES: Alexander Dugin and Russia's War of Ideas“. World Affairs. 177 (6): 25–30. ISSN 0043-8200.
  12. „Russia: National Bolsheviks, The Party Of 'Direct Action'. Radio Free Europe/Radio Liberty. 29. apríl 2005.
  13. „Alexander Dugin: who is Putin ally and apparent car bombing target?“. The Guardian. 21. ágúst 2022.
  14. Shekhovtsov, Anton (2018).
  15. „A Russian empire 'from Dublin to Vladivostok'? The roots of Putin's ultranationalism“. Los Angeles Times (bandarísk enska). 28. mars 2022. Sótt 29. mars 2022.
  16. „Russia Probes Car Bomb That Killed Daughter of Putin Ideologist“. Bloomberg News. 21. ágúst 2022.
  17. 17,0 17,1 „Alexander Dugin: who is Putin ally and apparent car bombing target?“. The Guardian. 21. ágúst 2022.
  18. „Factbox: Alexander Dugin advocates a vast new Russian empire“. Reuters. 21. ágúst 2022.
  19. „Russian intellectual Aleksandr Dugin is also commonly known as 'Putin's brain' (enska). NPR. Sótt 13. apríl 2022.
  20. Newman, Dina (10. júlí 2014). „Russian nationalist thinker Dugin sees war with Ukraine“. BBC News. London. Sótt 22. mars 2022.
  21. „To Understand Putin, You First Need to Get Inside Aleksandr Dugin's Head“. Haaretz (enska). Sótt 13. apríl 2022.
  22. Burbank, Jane (22. mars 2022). „The Grand Theory Driving Putin to War“. The New York Times. New York City. Sótt 23. mars 2022.
  23. „What we know about the father of Darya Dugina, who was killed in a suspected car bombing in Russia“. ABC News. 22. ágúst 2022.
  24. Laruelle, Marlène (2015). Eurasianism and the European Far Right : Reshaping the Europe-Russia Relationship. Lanham. bls. 59. ISBN 9781498510691.
  25. „Putin under fire from the ultranationalists after Daria Dugina's assassination“. Le Monde. 22. ágúst 2022.
  26. „Russia Probes Car Bomb That Killed Daughter of Putin Ideologist“. Bloomberg News. 21. ágúst 2022.
  27. July 8, George Barros on; 2019 (8. júlí 2019). „The West Overestimates Aleksandr Dugin's Influence in Russia“. Providence (bandarísk enska). Sótt 20. ágúst 2022.
  28. Árni Sæberg (20. ágúst 2022). „Dóttir „heila Pútíns" talin hafa látist í bíla­sprengju“. Vísir. Sótt 29. ágúst 2022.
  29. Ólöf Rún Erlendsdóttir (22. ágúst 2022). „FSB fullyrðir að Úkraínumenn hafi myrt Dariu Dugina“. RÚV. Sótt 29. ágúst 2022.

Tenglar

breyta