Aldauðinn í lok permtímabilsins

(Endurbeint frá Aldauðinn í lok Perm)

Aldauðinn í lok permtímabilsins var útdauði fjölmargra tegunda sem átti sér stað við lok permtímabilsins fyrir um 252,28 milljón árum. Talið er aldauðinn hafi orðið á nokkrum milljónum ára eða í nokkrum lotum með margra alda millibili. Aldauðinn í lok permtímabilsins var mesti fjöldaútdauði sögunnar þar sem allt að 96% sjávarlífvera og 70% landdýra dóu út. Um 57% af öllum ættum og 83% af öllum ættkvíslum lífvera dóu út. Vegna þess hve aldauðinn hafði mikil áhrif á líffræðilega fjölbreytni var lífríkið lengur að jafna sig en eftir nokkurn annan fjöldaútdauða í sögunni.

Línurit sem sýnir útdauða tegunda í jarðsögunni. Hæsti tindurinn er á milli perm og trías.

Margar tilgátur eru um af hverju aldauðinn hafi stafað og má þar nefna lækkun sjávarmáls, uppþornun grunnra hafsvæða, hnattræna hlýnun, aukningu á koltvíoxíði í andrúmslofti, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa, hækkun á meðalhita og lækkun súrefnismagns í andrúmslofti og breytingar á súrefnismagni í sjó. Einnig urðu mikil eldgos í lok perm á svæði sem nú er Síbería (Síberíuflæðibasaltið) og merki eru um að loftsteinn hafið rekist á jörðina. Ein tilgáta er að árekstur stórra loftsteina á suðurhveli jarðar hafi getað komið af stað eldgosum í Síberíu.

Tenglar

breyta