Permtímabilið
Permtímabilið er síðasta skeið fornlífsaldar. Á permtímabilinu urðu skriðdýr ráðandi á þurrlendi en þríbrotar dóu út og froskdýrategundum fækkaði. Perm er á eftir kolatímabilinu og nær frá 299,0 ± 0,8 til 251,0 ± 0,4 milljónum ára. Það er lengsta tímabil fornlífsaldar og er þekkt fyrir aldauðann í lok perm sem er stærsti þekkti aldauðinn.