Jóhannes Páll 1.
Jóhannes Páll 1. (17. október 1912 – 28. september 1978), fæddur undir nafninu Albino Luciani, var páfi kaþólsku kirkjunnar í einn mánuð árið 1978. Jóhannes Páll 1. er síðasti páfinn fram á okkar daga sem fæddist á Ítalíu og páfatíð hans var ein sú stysta í sögu kaþólsku kirkjunnar. Hann er stundum kallaður „páfinn brosmildi“ (ítalska: Il Papa del Sorriso) eða „septemberpáfinn“.
Jóhannes Páll 1. | |
---|---|
Páfi | |
Í embætti 26. ágúst 1978 – 28. september 1978 | |
Forveri | Páll 6. |
Eftirmaður | Jóhannes Páll 2. |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 17. október 1912 Canale d'Agordo, Belluno, Veneto, Ítalíu |
Látinn | 28. september 1978 (65 ára) Vatíkaninu |
Þjóðerni | Ítalskur (með vatíkanskan ríkisborgararétt) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Undirskrift |
Albino Luciani, sem þá hafði verið erkibiskup Feneyja frá árinu 1969,[1] var kjörinn páfi eftir fjórar atkvæðagreiðslur þann 28. ágúst árið 1978. Luciani tók sér nafnið Jóhannes Páll í höfuðið á síðustu tveimur páfum á undan sér, Jóhannesi 23. og Páli sjötta.[2][3] Á þeim stutta tíma sem Jóhannes Páll 1. sat á páfastól þótti hann hleypa ferskum andvara á embættið með hógværð sinni og alþýðleika. Hann lét t. d. ekki krýna sig samkvæmt hefð heldur lét hann halda sérstaka vígslumessu og í stað þess að láta bera sig þangað í hásæti kom hann gangandi.[4]
Jóhannes Páll 1. lést aðeins 33 dögum eftir að hafa sest á páfastól. Skyndilegur dauði páfans leiddi fljótt til ýmissa samsæriskenninga um að hann hefði verið myrtur vegna viðleitni sinnar til að koma á umbótum í stjórnkerfi kaþólsku kirkjunnar.[5][6]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Vel til þess fallinn að vera í forsvari“. Morgunblaðið. 29. ágúst 1978. Sótt 2. maí 2019.
- ↑ „Jóhannes Páll páfi I – fetar í fótspor tveggja fyrirrennara sinna“. Dagblaðið. 28. ágúst 1978. Sótt 2. maí 2019.
- ↑ „Jóhannes Páll I. hirðir og trúboði“. Tíminn. 29. ágúst 1978. Sótt 20. maí 2019.
- ↑ „Jóhannesi Páli páfa entist ekki ævi til að koma á umbótum“. Vísir. 30. september 1978. Sótt 2. maí 2019.
- ↑ „Var brosmildi páfinn myrtur?“. Dagblaðið Vísir. 24. mars 1990. Sótt 2. maí 2019.
- ↑ „Var Jóhannesi Páli páfa I byrlað eitur?“. Morgunblaðið. 24. júní 1984. Sótt 20. maí 2019.
Fyrirrennari: Páll 6. |
|
Eftirmaður: Jóhannes Páll 2. |