Akershus eða Akurshús-fylki er fylki í suðaustur Noregi, 4.918 km² að stærð og íbúarnir eru um það bil 625.000 (2019). Akershus er næstfjölmennasta fylki Noregs á eftir Ósló.

Akershus er eina norska fylkið þar sem stjórnsýslan er í öðru fylki, þ.e. Ósló. Höfuðstaðurinn er því Ósló.

Stærsta borgin í fylkinu er Bærum, með um 108.000 íbúa. Akershus deilir landamærum með fylkjunum Buskerud í vestri, Upplöndum í norðri, Heiðmörk í austri, Austfold í suðri og Ósló. Auk þess nær fylkið að sænsku landamærunum á stuttum kafla í austri. Fylkið er í landshlutanum Austurlandi.

 
Fylkið var nefnt eftir virkinu Akershús.
 
Skjaldarmerki fylkisins.
 
Staðsetning fylkisins.

Akershús-lén varð til á 16. öld, og var talsvert stærra en núverandi Akershús-fylki. Akershús varð amt árið 1662. Árið 1685 var Buskerud skilið frá og varð sérstakt amt. Árið 1768 voru Heiðmörk og Upplönd skilin frá og gerð að sérstöku amti (Opplandenes-amt), og 1842 var Kristjanía (Ósló) skilin frá Akershús-amti. Árið 1919 var amtinu breytt í fylki (fylke).

Akershus er nefnt eftir virkinu Akershús, sem var byggt árið 1299 til að verja höfuðborgina Ósló, gegn sjóræningjum eða öðrum sem vildu ráðast á borgina. Akershús var kennt við býlið Aker = Akur, og hús, þ.e. höllina innan virkismúranna.

Elstu fornminjar í Akershúsfylki eru frá steinöld, um 9500 ára gamlar. Rakne-haugurinn við Ullinsakur er einn stærsti haugur Norðurlanda, um 90 metrar í þvermál og 15 metra hár. Hann var gerður um 500 e.Kr.

Sveitarfélög

breyta

Sveitarfélögin í fylkinu eru 22. Það fjölmennasta er Bærum.