Safi (161111. maí 1642) var keisari (sja) yfir Persaveldi á tímum Safavídaríkisins. Hann var elsti sonur Mohammed Baqir elsta sonar Abbas mikla sem lét myrða eða blinda alla syni sína af ótta við að þeir hygðust fremja valdarán.

Safi var krýndur 28. janúar, 1629. Hann skipti sér lítið af stjórn ríkisins sem var frá 1634 í höndum stórvesírsins Saru Taqi. Safi lét myrða alla þá sem hugsanlega gætu átt tilkall til krúnunnar, þar með talið háttsetta hirðmenn og herforingja. Í valdatíð hans náði Tyrkjaveldi Bagdad sem það hélt fram að Fyrri heimsstyrjöldinni og Mógúlveldið náði Kandahar aftur á sitt vald. 1639 gerðu Persar og Tyrkir með sér Zohab-sáttmálann sem færði Tyrkjum alla Mesópótamíu.


Fyrirrennari:
Abbas mikli
Persakonungur
(1629 – 1642)
Eftirmaður:
Abbas 2.


  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.