Aúm
Atkvæðið Om (einnig Aúm, Devanagari: ॐ,Malayalam: ഓം, Telugu: ಓಂ, Tamil: ஒம், Kínverska: 唵 ) er heilagt í Hindúisma. Það kemur fram í upphafi og við lok allra hindúa- og jainabæna. Einnig nota búddatrúarmenn táknið og þá aðallega í Tíbet. Om er talið sett saman úr þremur hljóðum, a-ú-m.
Merking orðsins er mjög umdeild og er ítarlega fjallað um það í Upanishadritunum, einkum í Taittiriya, Chandogya og Mandukya Upanishad. Margir heimspekingar hindúa segja atkvæðið fyrsta hljóð veraldarinnar og að það feli í sér kjarna sannrar visku. Sumir segja að Om komi af rótinni av- úr sanskrít og merki „það sem verndar“. Aðrir segja að hljóðin þrjú sem Om samanstandi af tákni guðlega þrenningu (trimurti), a sem stendur fyrir Brahma, u fyrir Vishnu og m fyrir Mahadev sem er annað nafn Shiva. Þá er einnig talið að hljóð þess tákni heimana þrjá: jörð loft og himin. Enn aðrir segja að það tákni kjarna vedaritanna þriggja: Rigveda, Yajurveda og Samaveda.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Aum“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. mars 2008.
- Coogan, Michael D. (ritstj.) (1999). Trúarbrögð Heimsins. Mál og Menning. ISBN 9979318600.