Hindúasiður
Hindúasiður eða hindúatrú (सनातन धर्म; venjulega kallað Sanātana Dharma, gróflega þýtt sem „trúin sem endist“) eru þriðju fjölmennustu trúarbrögð heims. Þau eru einnig meðal elstu trúarbragða sem enn eru iðkuð, komin af sömu rót og trúarbrögð Forngrikkja, Rómverja og norrænna manna. Þau má rekja til indó-evrópsku Vedamenningarinnar um 2000 f.Kr.. Það er þó ekki svo að segja að hindúasiður eins og hann kemur fyrir núna sé gamall, heldur hefur hann breyst mikið í gegnum tíðina með hinum ýmsu breytingum á Indlandsskaganum þar sem trúarbrögðin hafa alltaf verið langmest iðkuð. Hindúasiður er í raun lífsviðhorf frekar en trúarbrögð, að minnsta kosti í hefðbundnum vestrænum skilningi. Í hindúasið eru margir guðir og flokkast trúarbrögðin því sem fjölgyðistrú en mikilvægara atriði en að dýrka guðina er samt að lifa vel, og ná að lokum nirvana með endurholdgun: hinu endanlega stigi sem markar þann áfanga þegar einstaklingurinn losnar úr lífinu. Hindúasiður nútímans er oftast flokkaður í saivisma, shaktisma, vaishnavisma og smarthisma. Upp úr hindúasið má svo segja að trúarbrögðin búddatrú, jainismi og síkismi hafi sprottið en saman mynda þessi fjögur trúarbrögð flokk dharma-trúarbragða.

Flest form hindúasiðar eru fjölgyðistrú. Sumir velja sér einn af mörgum guðum eða gyðjum úr trúarbrögðunum til að trúa á.
Hefðbundin sagnaritun hindúa, sem byggist á helgiritunum (Purana) setur trúna fram sem mörg þúsund ára gamla hefð, en flestir fræðimenn líta svo á að hindúasiður sé í raun samsett trúarbrögð[1] afleiðing samruna bramanisma við ýmsar trúarhefðir á Indlandsskaga.[2] Hindúasiður á sér því fjölbreyttar rætur og engan eiginlegan stofnanda eða stofntíma.[3] Þessi samruni kom fram eftir að Vedatímabilinu lauk, um 500 til 200 f.o.t. fram til um 300 e.o.t.[1] Þetta er tímabil annarrar þéttbýlisvæðingar Indlands og fyrsta klassíska tímabilið, þegar sagnakvæðin voru samin og fyrstu Purana-ritin skrifuð.[1][4] Hindúasiður blómstraði á miðöldum meðan búddatrú hnignaði.[4] Frá 19. öld hefur nútímahindúasiður, mótaður af áhrifum frá vestrænni menningu, notið nokkurs fylgis á Vesturlöndum, sem birtist aðallega í vinsældum jóga og nýtrúarhópa sem stunda innhverfa íhugun og Hare Krishna-hreyfinguna.
Hindúasiður er þriðju stærstu trúarbrögð heims, með um 1,2 milljarða fylgjenda, eða um 15% mannkyns. Fylgjendur hindúasiðar kalla sig hindúa.[5][6] Hindúasiður er ríkjandi trúarbrögð á Indlandi,[1] í Nepal, Máritíus og á Balí í Indónesíu.[7] Stór trúfélög hindúa er að finna í öðrum löndum Suður-Asíu, Suðaustur-Asíu, Vestur-Indíum, Mið-Austurlöndum, Bandaríkjunum, Evrópu, Eyjaálfu, Afríku og víðar.[8][9][10]
Saga
breytaHindúatrú er elstu trúarbrögð nútímans. Trúin er upprunin í Indusdal í austurhluta Pakistan sem áður fyrr var hluti af Indlandi þar sem 83% íbúanna eru hindúar. Fyrir mörg þúsund árum bjó fólk í stórum borgum í Indusdal. Borgirnar voru háþróaðar á þess tíma mælikvarða, voru með vatnsveitukerfi, brunna og sorphirðu. Fornleifafræðingar hafa sýnt fram á að samfélag borganna hafi verið vel skipulagt og tæknivætt þótt margt sé enn á huldu.
Þjóð sem kallaði sig Aría og bjó norðan við Indusdal fluttist á svæðið og blandaðist íbúunum sem fyrir voru. Sanskrít þróaðist sem ritmál. Sanskrít er skyld öðrum indóevrópskum tungumálum sem töluð eru í dag, til dæmis grísku, ensku og íslensku.
Fyrir mörgum árum var hindúatrú öðruvísi en við þekkjum hana í dag. Hindúar lögðu mikla áherslu á að tilbiðja náttúruguði; til dæmis eldguð, regnguð og guð jarðargróðurs. Elstu helgirit hindúa, Vedaritin, voru rituð fyrir um 2500-3500 árum síðan, á tímum Vedamenningarinnar.
Spámenn eins og Búddha og Mahavira gagnrýndu ríkjandi valda- og stéttakerfi hindúa og efuðust einnig um ákveðna þætti átrúnaðarins. Búddha og Mahavira höfðu mikil áhrif og trúin tók því miklum breytingum á þeirra tíma. Miðpunktur trúarinnar þá voru skyldur einstaklingsins sem nefndust Dharma. Mikilvægustu og helstu helgiritin voru skrifuð á þessum tíma, en fram að því hafði þekkingin borist munnlega.
Þegar múslimar ríktu yfir stærstum hluta Indlandsskaga, um það bil frá 1250 til 1750 óx Bhakti-hreyfingin sem er enn áhrifamikil meðal hindúa. Á þeim tíma voru hindúar beittir trúarofsóknum af múslimum[11] og kristnum trúboðum.[12] Í Góa settu Portúgalar upp rannsóknarrétt árið 1561 til að neyða kaþólskan rétttrúnað upp á íbúana.[13] Á nýlendutímanum spruttu upp margar ólíkar umbótahreyfingar hindúa undir áhrifum frá vestrænum hreyfingum á borð við únitara og guðspekinga.[14] Sameiningu Nepals undir stjórn Shah-ættar, fylgdi útbreiðsla hindúasiðar sem hélt áfram fram á 6. áratug 20. aldar.[15] Hindúasiður breiddist líka út með indversku landbúnaðarverkafólki sem fluttist til nýlenda Breska heimsveldisins á Fídjí, Máritíus, og Trínidad og Tóbagó.[16] Árið 1947 fór skipting Indlands eftir trúarlegum línum þar sem hindúasiður varð ríkjandi í indverska lýðveldinu.[17][18] Milli 200.000 og ein milljón manna, bæði múslimar og hindúar, voru myrt í trúarofsóknum sem fylgdu skiptingunni.[19] Innflytjendasamfélög Indverja hafa myndast um allan heim á 20. öld þar sem stærstu hóparnir eru í Bandaríkjunum[20] og Bretlandi.[21]
Trúskipti þar sem fólk snýst til hindúasiðar hafa lengi verið umdeild í Indlandi, Nepal,[22][23][24] og Indónesíu.[25] Samkvæmt trúarbragðafræðingnum Arvind Sharma er trúboð andstætt grunnhugmyndum hindúasiðar.[26] Samt sem áður hafa margar trúboðshreyfingar á borð við ISKCON, Sathya Sai-samtökin og Vedantasamtökin breitt út kjarna hindúasiðar utan Indlands.[27] Trúarleiðtogar sumra hindúahreyfinga eins og Arya Samaj stofnuðu Shuddhi-hreyfinguna („hreinsun“) á 3. áratug 20. aldar til að snúa múslimskum og kristnum Indverjum aftur til hindúasiðar.[28][29] Aðrar hreyfingar, eins og Brahmo Samaj, hafa talið trúboð ósamrýmanlegt trúnni þótt þær bjóði nýja meðlimi velkomna,[26] en sumir trúarleiðtogar segja að vegna trúboðs múslima og kristinna þurfi að endurskoða þá afstöðu.[26][28][30] Í indverskum, nepölskum og bangladesískum stjórnmálum hefur áhersla á hindúasið sem hluta af sjálfsmynd íbúa og hindúska þjóðernisstefnu (Hindútva) farið vaxandi.[31] Vakningahreyfingar hindúa tengist aðallega samtökum á borð við Rashtriya Swayamsevak Sangh, Bharatiya Janata-flokkinn og fleiri sem heyra undir Sangh Parivar á Indlandi, en þjóðernishreyfingar hindúa er líka að finna í Nepal (Shivsena Nepal og RPP) og Malasíu (HINDRAF), meðal annars.[32][15]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Hiltebeitel, Alf (2002). „Hinduism“. Í Kitagawa, Joseph M. (ritstjóri). The Religious Traditions of Asia: Religion, History, and Culture. London: RoutledgeCurzon. bls. 3–40. ISBN 0-7007-1762-5.
- ↑ Lockard, Craig A. (2007). Societies, Networks, and Transitions. Volume I: to 1500. Cengage Learning. bls. 50–52. ISBN 978-0-618-38612-3.
- ↑ Fowler, Jeaneane D. (1997). Hinduism: Beliefs and Practices. Sussex Academic Press. ISBN 978-1-898723-60-8.
- ↑ 4,0 4,1 Larson, Gerald James (2009). „Hinduism“. World Religions in America: An Introduction. Westminster John Knox Press. bls. 179–198. ISBN 978-1-61164-047-2.
- ↑ „The Global Religious Landscape – Hinduism“. A Report on the Size and Distribution of the World's Major Religious Groups. Pew Research Foundation. 18. desember 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 maí 2013. Sótt 31. mars 2013.
- ↑ „Christianity 2015: Religious Diversity and Personal Contact“ (PDF). gordonconwell.edu. janúar 2015. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25 maí 2017. Sótt 29 maí 2015.
- ↑ Stuart-Fox, David J. (2002). Pura Besakih: Temple, religion and society in Bali. Leiden: KITLV Press. ISBN 978-9067181464.
- ↑ Vertovec, Steven (2013). The Hindu Diaspora: Comparative Patterns. Routledge. bls. 1–4, 7–8, 63–64, 87–88, 141–143. ISBN 978-1-136-36705-2. Afrit af uppruna á 28. mars 2024. Sótt 18 júlí 2017.
- ↑ „Hindus“. Pew Research Center's Religion & Public Life Project. 18. desember 2012. Afrit af uppruna á 9 febrúar 2020. Sótt 14 febrúar 2015.
- ↑ „Table: Religious Composition by Country, in Numbers (2010)“. Pew Research Center's Religion & Public Life Project. 18. desember 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 febrúar 2013. Sótt 14 febrúar 2015.
- ↑ Lal, Kishori Saran (1999). Theory and Practice of Muslim State in India. Aditya Prakashan. bls. 90–145. ISBN 978-81-86471-72-2.
- ↑ Priolkar, Anand Kakba (1992). The Goa Inquisition. South Asia Books. bls. 2–67, 184. ISBN 978-0-8364-2753-0.
- ↑ Souza, Teotonio R. De (1994). Discoveries, Missionary Expansion, and Asian Cultures (enska). Concept Publishing Company. bls. 80. ISBN 978-81-7022-497-6.
- ↑ Sharma, Arvind (2002). „On Hindu, Hindustān, Hinduism and Hindutva“. Numen. 49 (1): 1–36. doi:10.1163/15685270252772759. JSTOR 3270470.
- ↑ 15,0 15,1 Vir, Dharam (1988). Education and Polity in Nepal: An Asian Experiment (enska). Northern Book Centre. bls. 56. ISBN 978-81-85119-39-7.
- ↑ Younger, Paul (2010). New homelands: Hindu communities in Mauritius, Guyana, Trinidad, South Africa, Fiji, and East Africa. Oxford: Oxford University Press. bls. 3–17. ISBN 978-0-19-539164-0. Sótt 4 júní 2022.
- ↑ Sharma, Arvind (2003). The Study of Hinduism. University of South Carolina Press. bls. 176–189.
- ↑ Thapar, R. (1993). „Imagined Religious Communities? Ancient History and the Modem Search for a Hindu Identity“. Interpreting Early India. Delhi: Oxford University Press. bls. 60–88.
- ↑ „Twentieth Century Atlas – Death Tolls and Casualty Statistics for Wars, Dictatorships and Genocides“. necrometrics.com. Sótt 5. mars 2021.
- ↑ „The remarkable political influence of the Indian diaspora in the US“. www.lowyinstitute.org. Sótt 17. mars 2021.
- ↑ „UK Hindu population to be studied“. Hindustan Times. 2. mars 2006. Sótt 17. mars 2021.
- ↑ Kim, Sebastian (2005). In Search of Identity: Debates on Religious Conversion in India. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-567712-6.
- ↑ Masud, Muhammad Khalid (2005). Islamic Legal Interpretation: Muftis and Their Fatwas. Harvard University Press. bls. 193–203. ISBN 978-0-19-597911-4. JSTOR 846021.
- ↑ Barua, Ankur (2015). Debating 'Conversion' in Hinduism and Christianity. Routledge. ISBN 978-1-138-84701-9.
- ↑ Robert Hefner (2004). „Hindu Reform in an Islamising Java: Pluralism and Peril“. Í Ramstedt, Martin (ritstjóri). Hinduism in Modern Indonesia: A Minority Religion Between Local, National, and Global Interests. London; New York: Routledge. bls. 93–108. ISBN 978-0-7007-1533-6.
- ↑ 26,0 26,1 26,2 Sharma, Arvind (2011). Hinduism as a Missionary Religion. State University of New York Press. bls. 31–53. ISBN 978-1-4384-3211-3.
- ↑ „How ISKCON took Hinduism to the US heartland“. scroll.in. 17 janúar 2015. Afrit af uppruna á 11 maí 2021. Sótt 9 apríl 2021.
- ↑ 28,0 28,1 Adcock, CS (2014). The Limits of Tolerance: Indian Secularism and the Politics of Religious Freedom. Oxford University Press. bls. 1–35, 115–168. ISBN 978-0-19-999544-8.
- ↑ Coward, Harold (1987). Modern Indian Responses to Religious Pluralism. SUNY Press. bls. 49–60. ISBN 978-0-88706-572-9.
- ↑ Viswanathan, Gauri (1998). Outside the Fold: Conversion, Modernity, and Belief. Princeton University Press. bls. 153–176. ISBN 978-0-691-05899-3.
- ↑ Elst, Koenraad (2001). Decolonizing the Hindu Mind: Ideological Development of Hindu Revivalism. Rupa & Company. ISBN 978-81-7167-519-7.
- ↑ Pradhan, K. L. (2012). Thapa Politics in Nepal: With Special Reference to Bhim Sen Thapa, 1806–1839 (enska). Concept Publishing Company. ISBN 978-81-8069-813-2.