Aðventa
Aðventa (úr latínu: Adventus - „koman“ eða „sá sem kemur“) er í Kristni fjórir síðustu sunnudagarnir fyrir jóladag. Ef aðfangadag ber upp á sunnudegi verður hann fjórði sunnudagurinn í aðventu.
Latneska orðið adventus er þýðing á gríska orðinu parousia, sem almennt vísar til Endurkomu Krists. Fyrir kristna, skiptist aðventu því í annarsvegar eftivæntingu eftir fæðingarhátíð Krists, Jólunum, og hinsvegar endurkomu Krists.
Hefðir og venjur
breytaFyrsti sunnudagur í aðventu er jafnframt fyrsti dagur nýs kirkjuárs í Vesturkirkjunni sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember (í Austurkirkjunni hefst kirkjuárið 1. september).
Í mörgum löndum er haldið upp á aðventuna með aðventukrönsum sem bera fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag aðventunnar. Á síðari árum hefur líka orðið algengt að kveikja á aðventustjökum frá fyrsta sunnudegi í aðventu.
Aðventan fellur að hluta til saman við jólaföstu sem í Austurkirkjunni hefst 15. nóvember (sem jafngildir 28. nóvember í gregoríska tímatalinu) en annars staðar á þeim sunnudegi sem næstur er Andrésarmessu 30. nóvember og stendur til jóla.
Heimildir
breyta- Árni Björnsson (2000). Saga daganna.
Tenglar
breyta- „Hvað merkir aðventa?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 11.11.2012).
- „Af hverju er aðventan fjórar vikur?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 11.11.2012).
- „Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 11.11.2012).
- „Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 11.11.2012).
breyta | Kristnar hátíðir | ||
Aðventa | Jól | Pálmasunnudagur | Dymbilvika | Páskar | Uppstigningardagur | Hvítasunnudagur | Allraheilagramessa |