SARS-CoV-2
(Endurbeint frá 2019-nCoV)
SARS-CoV-2 (áður kölluð 2019-nCoV) er ný kórónaveira sem olli lungnabólgu í fjölda fólks í borginni Wuhan í Kína í ársbyrjun 2020. Upptök veirusýkinganna má rekja til matarmarkaðar í Wuhan. Deilt er þó um hvort veiran hafi átt sér uppruna á rannsóknarstofu. [1]
Þessi nýja kórónaveira er frábrugðin þeim kórónaveirum sem orsökuðu SARS (sem nefnist HABL á íslensku) árin 2002-2003 og MERS frá 2012. Sjúkdómurinn sem veiran veldur gengur undir nafninu COVID-19 og hefur valdið mannskæðum faraldri frá lokum ársins 2019. Þróuð hafa verið bóluefni gegn veirunni.
Tengt efni
breytaHeimildir
breytaTilvísanir
breyta- ↑ BBC News - Covid origin: Why the Wuhan lab-leak theory is so disputed BBC, sótt 1/3 2023