Fjórðungsalda
Fjórðungsalda er dyngjulaga móbergsfjall á Sprengisandi nálægt Sprengisandsleið. Hún er merkileg fyrir þær sakir að vera það fjall sem kemst næst því að vera á miðju landsins. Fjallið er 972 metra hátt og rís um 200 m yfir umhverfi sitt. Af kolli þess er gott útsýni í allar áttir.[1]
Fjórðungsalda | |
---|---|
Hæð | 972 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Þingeyjarsveit |
Hnit | 64°52′29″N 17°59′06″V / 64.8747°N 17.985°V |
breyta upplýsingum |
Fjórðungsalda er á vatnaskilum milli Skjálfandafljóts og Þjórsár og þar með á vatnaskilum Norður-og Suðurlands. Hún er um milljón ára gömul.[2] Fjórðungsvatn, sem er allstórt stöðuvatn, liggur í sveig vestan og norðan undir öldunni.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 1. desember 2015.
- ↑ Árni Hjartarson og Kristján Sæmundsson 2014. Berggrunnskort af Íslandi 1:600.000. Íslenskar Orkurannsóknir, Reykjavík.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.