Fjórðungsalda er dyngjulaga móbergsfjall á Sprengisandi nálægt Sprengisandsleið. Hún er merkileg fyrir þær sakir að vera það fjall sem kemst næst því að vera á miðju landsins. Fjallið er 972 metra hátt og rís um 200 m yfir umhverfi sitt. Af kolli þess er gott útsýni í allar áttir.[1]

Fjórðungsalda er á vatnaskilum milli Skjálfandafljóts og Þjórsár og þar með á vatnaskilum Norður-og Suðurlands. Hún er um milljón ára gömul.[2] Fjórðungsvatn, sem er allstórt stöðuvatn, liggur í sveig vestan og norðan undir öldunni.

Tilvísanir breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 1. desember 2015.
  2. Árni Hjartarson og Kristján Sæmundsson 2014. Berggrunnskort af Íslandi 1:600.000. Íslenskar Orkurannsóknir, Reykjavík.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.