Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

(Endurbeint frá Þúsaldarmarkmiðin)

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru átta markmið sem 189 aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna samþykktu að reyna að ná fyrir árið 2015. Markmiðin voru skilgreind í Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og samþykkt á Þúsaldarráðstefnunni árið 2000.

Þann 25. september 2015 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ný markmið: Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem eiga að nást fyrir árið 2030.

Markmiðin breyta

  1. Útrýma sárustu fátækt og hungri.
  2. Tryggja öllum grunnmenntun.
  3. Vinna að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna.
  4. Draga úr barnadauða.
  5. Bæta heilsu mæðra.
  6. Berjast gegn alnæmi/eyðni, malaríu og öðrum sjúkdómum.
  7. Tryggja sjálfbæra þróun.
  8. Þróa hnattræna þróunarsamvinnu.

Tengill breyta