Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna eða Heimsmarkmiðin eru 17 markmið sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þann 25. september 2015 að setja fyrir árin 2015-2030. Markmiðin 17 hafa 169 áfanga sem snúast um ýmsa fleti sjálfbærrar þróunar. Markmiðin taka við af Þúsaldarmarkmiðum sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2000-2015. Árangur verður metinn miðað við tilteknar mælistikur, líkt og fyrir Þúsaldarmarkmiðin.

MarkmiðBreyta

 1. Fátækt: Að binda enda á fátækt í öllum myndum alls staðar.
 2. Hungur og fæðuöryggi: Að binda enda á hungur, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.
 3. Góð heilsa og vellíðan: Að tryggja góða heilsu og vellíðan allra aldurshópa.
 4. Menntun: Að tryggja gæðamenntun án aðgreiningar með jafnræði að leiðarljósi og skapa tækifæri til símenntunar fyrir alla.
 5. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna.
 6. Vatn og hreinlætisaðstaða: Tryggja aðgengi að vatni og sjálfbæra nýtingu þess, og hreinlætisaðstöðu fyrir alla.
 7. Orka: Tryggja aðgengi að áreiðanlegri, sjálfbærri og hreinni orku á viðráðanlegu verði fyrir alla.
 8. Hagvöxtur: Stuðla að varanlegum sjálfbærum hagvexti án aðgreiningar, fullri, arðbærri og mannsæmandi atvinnu fyrir alla.
 9. Innviðir, iðnvæðing: Byggja upp trygga innviði, styðja við sjálfbæra iðnþróun án aðgreiningar og næra nýsköpun.
 10. Ójöfnuður: Draga úr ójöfnuði innan ríkja og milli þeirra.
 11. Borgir: Gera borgir og aðrar mannabyggðir öruggar, tryggar og sjálfbærar án aðgreiningar.
 12. Sjálfbær neysla og framleiðsla: Tryggja sjálfbær framleiðslu- og neyslumynstur.
 13. Loftslagsbreytingar: Grípa til bráðaaðgerða til að berjast gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.
 14. Úthöfin: Vernda og nýta úthöfin, sjó og sjávarauðlindir á sjálfbæran hátt.
 15. Líffjölbreytni, skógar, skógaeyðing: Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, stýra skógum á sjálfbæran hátt, berjast gegn gróðureyðingu, og stöðva eða tefja landeyðingu og eyðingu líffjölbreytni.
 16. Friður og réttlæti: Stuðla að friðsælum samfélögum án aðgreiningar fyrir sjálfbæra þróun, gefa öllum aðgang að réttlæti og koma á fót skilvirkum, ábyrgum stofnunum án aðgreiningar á öllum stigum.
 17. Samvinna: Styrkja tækifæri til að útfæra og efla alþjóðasamstarf um sjálfbæra þróun.

TenglarBreyta