Þórlindur Kjartansson

Þórlindur Kjartansson (fæddur 7. júlí 1976) er íslenskur hagfræðingur, blaðamaður, álitsgjafi og stjórnmálamaður.

Stjórnmálaþáttaka breyta

Þórlindur var formaður nemendafélags Menntaskólans í Reykjavík veturinn 1995-1996[1].

Hann var hann einn af leiðtogum stúdentafélagsins Vöku, en hann var varaformaður félagsins 1998-1999, formaður 1999-2000[2], oddviti Vöku í SHÍ 2000-2001 og stýrði kosningabaráttu félagsins það vor.[3]

Þórlindur var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna þann 16. október 2007. Hann hlaut um 90% atkvæða. [4]

Þórlindur var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2009.

Árin 2003-2006 var hann ritstjóri vefritsins Deiglunnar. Hann hefur verið pistlahöfundur þar frá árinu 2000 og skrifað um 200 pistla.[5]

Menntun breyta

Þórlindur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann lauk BA-námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og ML-námi frá Háskólanum í Reykjavík.

Starfsferill breyta

Þórlindur var blaðamaður á Fréttablaðinu 2003-2005. Frá 2005-2008 var hann deildarstjóri erlendrar markaðssetningar í markaðsdeild Landsbankans.[3] Árið 2012 hóf hann störf sem rekstrarstjóri Meniga.

Verk breyta

  • NBA Stjörnurnar - ásamt Eggerti Þóri Aðalsteinssyni 1994
  • NBA '95 - ásamt Eggerti Þóri Aðalsteinssyni 1995
  • Enski boltinn - ásamt Eggerti Þóri Aðalsteinssyni 1998

Tilvísanir breyta

  1. http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=468%3Ainspector-scholae-1879-&catid=67&Itemid=997
  2. https://vaka.hi.is/um-voku-3/fyrri-stjornir/[óvirkur tengill] Fyrri stjórnir Vöku - sótt 21.6.16
  3. 3,0 3,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2018. Sótt 21. júní 2016.
  4. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1165331/
  5. http://www.deiglan.is/author/thorlindur/ Sótt 22.6.16