Þórður Narfason (d. 1308) var íslenskur lögmaður á 13. öld og bjó á Skarði á Skarðsströnd. Hann var af ætt Skarðverja, sonur Narfa Snorrasonar prests á Kolbeinsstöðum og Valgerðar Ketilsdóttur konu hans. Gissur jarl var ömmubróðir hans.

Þórður fluttist að Skarði eftir lát Bjarna föðurbróður sins, sem var barnlaus, og bjó þar til dauðadags. Hann var lögmaður norðan og vestan 1296-1297 og aftur 1300, þá í umboði Bárðar Högnasonar hins norræna. Þekktastur er Þórður þó fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta og sagnaritunar því það mun hafa verið hann sem steypti mörgum sögum saman í Sturlungu eins og hún hefur varðveist, en þær sögur sem hann notaði eru nú allar glataðar nema Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Helga kona Sturlu Þórðarsonar og Narfi faðir Þórðar voru bræðrabörn og vitað er að Þórður dvaldi hjá Snorra veturinn 1271-1272, þá líklega um tvítugt.

Ekki er getið um konu Þórðar og hann virðist hafa verið barnlaus. Snorri bróðir hans tók við búi á Skarði eftir hann.

Heimild breyta

  • „Elzta óðal á Íslandi. Lögberg, 5. ágúst 1926“.
  • Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.


Fyrirrennari:
Þorlákur Narfason
Lögmenn norðan og vestan
(12961297)
Eftirmaður:
Þorlákur Narfason
Fyrirrennari:
Þorlákur Narfason
Lögmenn norðan og vestan
(13001300)
Eftirmaður:
Bárður Högnason