Última Esperanza hérað

Última Esperanza (spænska: Provincia de Última Esperanza, sem þýðir: Síðasta Von-hérað) er eitt af fjórum héruðum í suðurhluta Síle, Magallanes og Antártica Chilena. Höfuðborgin er Puerto Natales og er nefnd eftir Última Esperanza. Hluti af landamærum landsins við Argentínu í Suður-Patagóníu er umdeildur.[1]

Stjórnsýsla breyta

Última Esperanza er hérað á öðru stigi stjórnsýslukerfis Síle, sem skiptist síðan í tvö sveitarfélög: Puerto Natales og Torres del Paine. Héraðinu er stjórnað af landstjóra skipuðum af forseta. Ana Ester Mayorga Bahamonde var skipaður ríkisstjóri af Sebastián Piñera forseta.

Áhugaverð atriði breyta

Í þessu héraði er hinn þekkti Torres del Paine þjóðgarður. Einnig fjöllin Cerro Torre og Cerro Chaltén, sem eru í hópi tilkomumestu fjallatinda Suður-Ameríku. Hluti af stærsta jökli utan heimskauta, Suður Patagóníujökull er innan Última Esperanza og á svæðinu er Cueva del Milodón en þar eru staðfestar minjar um forsögulega mannvist.[2]

Tilvísanir breyta

  1. „Border agreement between Chile and Argentina“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. janúar 2007. Sótt 27. október 2006.
  2. C. Michael Hogan, Cueva del Milodon, Megalithic Portal, 13 April 2008