Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn er 2,45 km² stöðuvatn í Soginu, rétt sunnan við Þingvallavatn. Orkuveita Reykjavíkur keypti virkjanaréttindi í ofanverðu Soginu á árunum 1929-1933. Ljósafossvirkjun varð til þess að vatnið stækkaði nokkuð. Þar hafa verið reknar sumarbúðir á vegum skátahreyfingarinnar, sem keypti land við vatnið 1940, og þar hafa verið haldin Landsmót skáta á Íslandi. Skátar eru með skála bátaleigur og leiktæki þarna en þar eru líka bústaðir.

Úlffljótsvatn.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.